Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 28
92
EIM R E131N
og lítur til hennar. Ég gref
skurð uppi á Stjörnuhæð. Ég
. . . ég verð allan daginn. . . .
— Jæja, farðu að borða, segir
hún mildari og sér eftir að hafa
sært.
Þau setjast við borðið.
— Hvar er Stína? hann horfir
á tóma diskinn.
— Hún skrapp í búð og fer
að korna. Konan skammtar súp-
una. Stína kom ekki. Þau ljúka
við að borða og hann sezt inn í
stofu.
Þá kom Stína.
— Er moldvarpan komin? spyr
hún mömmu sína um leið og
hún birtist í eldhúsdyrunum.
— Uss, segir móðir hennar,
hleypir í brýrnar og lokar stofu-
dyrunum. Stínu virðist það óvið-
komandi. Hún sparkar skónum
fram á gang, hleypur þangað,
sem peningar heimilisins eru
geymdir og teygir sig upp í skáp-
inn. Pilsið lyftist hærra en
unolinsíatízkunni sæmir, en milli
þess og peysunnar sézt í bert
hörund.
— Láttu peningana vera, segir
móðir hennar með nokkrttm
þunga.
— Ég fer á ball í kvöld, segir
Stína og gómar þúsund úr vesk-
inu.
— Er það nauðsynlegt? Móð-
irin gengur skrefi nær.
— Já það er nauð.synlegt, segir
Stína, snýr sér við og kreppir
granna hendina um seðilinn. Ég
verð að fara á þetta ball. Þær
horfast í augu með nokkurri
spennu, svo slaknar á.
— Ljúktu þessu, segir móðir-
in, langvarandi strákastúss er ó-
holt.
— Sagðir þú pabba að Ijúka
þessu, segir Stína og brún aug-
un verða glettin. Móðirin bítur
á vör, en fer síðan að hlæja.
Vestan í Stjörnuhæðinni í
gamla grámálaða húsinu er
barnsnef flatt á rúðu. Hús þetta
var áður bóndabýli, nú er það
hluti af borginni. Sami ættliður
hefur búið í því í hundrað ár,
en búskapnum lauk, þegar borg-
in keypti landið.
Reiðhjól húsbóndans stendur
við tröppurnar. Hann situr í
stofunni með glas, dreypir á því,
horfir upp til liæðarinnar um
þröngan gluggann og þegir.
Uppi á lofti grætur barn. Þar
er umgangur, lturð skellist og
hratt fótatak í stiganum. Kona
um þrítugt snarast inn í stofuna
og heldur á barninu, sem græt-
ur.
— Ertu byrjaður, segir lnin
hvasst, horfir á glasið og síðan
á slapplegt andlit mannsins.
Hann er dökkhærður, hárið fitu-
kembt og fötin við, þó að mað-
urinn sé feitlaginn.