Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Síða 28

Eimreiðin - 01.05.1970, Síða 28
92 EIM R E131N og lítur til hennar. Ég gref skurð uppi á Stjörnuhæð. Ég . . . ég verð allan daginn. . . . — Jæja, farðu að borða, segir hún mildari og sér eftir að hafa sært. Þau setjast við borðið. — Hvar er Stína? hann horfir á tóma diskinn. — Hún skrapp í búð og fer að korna. Konan skammtar súp- una. Stína kom ekki. Þau ljúka við að borða og hann sezt inn í stofu. Þá kom Stína. — Er moldvarpan komin? spyr hún mömmu sína um leið og hún birtist í eldhúsdyrunum. — Uss, segir móðir hennar, hleypir í brýrnar og lokar stofu- dyrunum. Stínu virðist það óvið- komandi. Hún sparkar skónum fram á gang, hleypur þangað, sem peningar heimilisins eru geymdir og teygir sig upp í skáp- inn. Pilsið lyftist hærra en unolinsíatízkunni sæmir, en milli þess og peysunnar sézt í bert hörund. — Láttu peningana vera, segir móðir hennar með nokkrttm þunga. — Ég fer á ball í kvöld, segir Stína og gómar þúsund úr vesk- inu. — Er það nauðsynlegt? Móð- irin gengur skrefi nær. — Já það er nauð.synlegt, segir Stína, snýr sér við og kreppir granna hendina um seðilinn. Ég verð að fara á þetta ball. Þær horfast í augu með nokkurri spennu, svo slaknar á. — Ljúktu þessu, segir móðir- in, langvarandi strákastúss er ó- holt. — Sagðir þú pabba að Ijúka þessu, segir Stína og brún aug- un verða glettin. Móðirin bítur á vör, en fer síðan að hlæja. Vestan í Stjörnuhæðinni í gamla grámálaða húsinu er barnsnef flatt á rúðu. Hús þetta var áður bóndabýli, nú er það hluti af borginni. Sami ættliður hefur búið í því í hundrað ár, en búskapnum lauk, þegar borg- in keypti landið. Reiðhjól húsbóndans stendur við tröppurnar. Hann situr í stofunni með glas, dreypir á því, horfir upp til liæðarinnar um þröngan gluggann og þegir. Uppi á lofti grætur barn. Þar er umgangur, lturð skellist og hratt fótatak í stiganum. Kona um þrítugt snarast inn í stofuna og heldur á barninu, sem græt- ur. — Ertu byrjaður, segir lnin hvasst, horfir á glasið og síðan á slapplegt andlit mannsins. Hann er dökkhærður, hárið fitu- kembt og fötin við, þó að mað- urinn sé feitlaginn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.