Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 20
84
EIMREIÐIN
anna og einstaka lög eru úr ka-
þólska kirkjusöngnum, eins og
hann tíðkaðist fyrir siðaskiptin.
Sálmalög til safnaðarsöngs á ís-
landi voru prentuð í sálmabók
og grallara Guðbrands Þorláks-
sonar biskups, og studdist bann
þar við erlendar bækur. Þessar
tvær kirkjusöngsbækur, sálrna-
bókin og grallarinn, voru gefnar
út aftur og aftur — með nokkr-
um breytingum þó — í um það
bil tvær aldir, og kom síðasti
grallarinn út árið 1779. í sálma-
bók Magnúsar Stephensen 1801
var sálmunum breytt mjög frá
því sem áður var, en í bókinni
voru aðeins prentuð þrjú lög og
leið fram yfir miðja 19. öld áður
en ný kirkjusöngsbók var gefin
út. Á þessu tímabili varð þjóðin
í enn ríkara mæli en áður að læra
sálmalögin eftir eyranu, mann
fram af manni. En árið 1861 gaf
Pétur Guðjohnsen út íslenzka
sálmasöngsbók og tók bann
sálmalögin sumpart úr gömlu
kirkjusöngsbókunum og að
nokkru leyti úr erlendum sam-
tíma sálmabókum. F.ldri lögun-
um breytti hann nokkuð, enda
var það ríkjandi stefna erlendis
um það leyti að færa lögin í held-
ur nýlegri búning, t.d. voru mörg
lög, sem áður voru í hinum svo-
nefndu kirkjutóntegundum sett
í dúr eða moll. Þessi lögbreiddust
smám saman út og voru almennt
kölluð nýju lögin til aðgreining-
ar frá gömlu lögunum svo
nefndu, en það voru sálmalögin
eins og þau voru þá orðin í með-
förum fólksins. Gömlu lögin,
sem skráð voru eftir fólki í lok
19. aldar og hljóðrituð á þess-
ari öld, eru mörg gjörólík lög-
unum í prentuðum sálmasöngs-
bókum frá 18. öld.
Það má vitaskuld deila um
það, hvort rétt sé að kalla gömlu
sálmalögin þjóðlög, en í þeim
ætti einmitt að mega heyra ein-
hver þau einkenni sem talizt geta
íslenzk. Þar má gera samanburð
á útlenda laginu, gerðum þess í
íslenzkum bókum og loks þeim
breytingum og flúri sem koma
fram í munnlegri geymd. í sum-
um nágrannalöndum okkar hef-
ur mönnum smám saman orðið
ljóst, að sálmalög voru sungin
þar mjög frábrugðið því sem á
bókum stóð og höfðu tekið á sig
svip þjóðlaga. Þannig var þessu
háttað á Norðurlöndum og sums
staðar á Bretlandseyjum, eink-
um á Suðureyjum. Það er því
ákaflega forvitnilegt að kynna
sér í hverju breytingarnar eru
fólgnar á hverjum stað.“
— Var ekki nýju lögunum
misjafnlega tekið?
„Jú, þau mættu sums staðar
mótspyrnu og þótti skorta hátíð-
leik og viðhöfn gömlu laganna.
Sumir héldu áfram að syngja
gömlu lögin heima fyrir, þótt
nýju lögin væru sungin í kirkj-