Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 49
ALDARMINNING
113
stefnan sé ríkasta einkennið á
skáldskap þeirra beggja.“
Milli þessara stórverka gaf
Andersen Nexö út nokkur smá-
sagnasöfn. Komu þau út í heild-
arútgáfu á árunum 1922—1926 í
þremur bindum. Þetta var einn-
ig mjög merkilegt bókmennta-
verk. Þar eru margskonar sögu-
efni, einkanlega frá Borgundar-
hólmi, þar eru einnig ferðaminn-
ingar, smásögur og ádeilur, sem
margar bera blæ af þjóðtrú, þjóð-
sögum og ævintýrum.
Eftir byltinguna í Rússlandi
1917 varð Nexö ákveðnari í pó-
litískum skoðunum en áður.
Ásamt dönsku samtíðarskáldun-
um Jeppe Askjær og Jóhanni
Skjoldborg hafði hann staðið
næst sósíal-demokrötum, en eftir
þetta varð hann fylgjandi Sovét-
ríkjunum og stefnu þeirra. Af
þeim sökum lenti hann oft í
harðri andstöðu við dönsk yfir-
völd á heimstyrjaldarárunum síð-
ari. Árið 1922 ferðaðist Nexö um
Sovétríkin og ritaði um þá ferð
óókina Mot Dagningen, þar sem
hann lýsir hinu unga verkalýðs-
t'íki. Og eftir aðra ferð til Sovét-
víkjanna skrifaði hann ferðabók-
ína Tveir heimar, er kom út
1934. Á árunum 1923 til 1930
atti Andersen Nexö heima í
Þýzkalandi, við, Bodenvatnið. Og
eftir stofnun þýzka alþýðulýð-
veldisins var hann oft langdvöl-
tun í Dresden.
Af öðrum verkum Nexö skal
hér getið skáldsögunnar Midt i
en jærntid, sem kom út 1929.
Fjallar hún um danska stórbænd-
ur á heimsstyrjaldarárunum. Og
árið 1945 kom út skáldsagan
Morten hin rpde, sem telja má
framhald af Pelle Erobreren.
Sérstætt verk á rithöfunda-
ferli Andersen Nexö eru endur-
minningar hans, sem komu út í
fjórum bindum á árunum 1932
til 1939. Þetta verk er viðurkennt
jafnt af pólitískum andstæðing-
um sem samherjum sem eitt af
hinum sígildu minningaverk-
um í bókmenntum. Á öfgalausan
og einfaldan hátt lýsir hann æsku
sinni og uppvaxtarárum á Borg-
undarhólmi, síðan dvölinni á
Askov, suðurgöngunni og síðast
eru hugleiðingar um hlutverk
skáldsins og ábyrgð þess gagnvart
samtíð og framtíð.
Tvö af stórverkum Martins
Andersen Nexö hafa komið út í
ágætum íslenzkum þýðingum.
Ditta Mannsbarn, í þýðingu Ein-
ars Braga Sigurðssonar, og End-
urminningar er Björn Franzson
þýddi.
Á tveimur fyrstu áratugum
aldarinnar stundaði Nexö blaða-
mennsku að nokkru við Kaup-
mannahafnarblöðin Kpbenhavn,
Politiken og Social-Demokraten.
Á þeim árum kom hann hingað
til íslands. Það var 1909. Þegar
heim kom ritaði hann grein um
8