Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 11

Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 11
bókmenntirnar og þjóðfélagið 75 bókmenntir blómgist? Án blómgunar þeirra mundi enn sem fyrr tungu okkar, sjálfsvirðingu okkar sem þjóðar og þá einnig þjóð- erninu og fullveldinu vera stefnt í meiri hættu en flestir munu gera sér grein fyrir og ýmsir hinna ekki þora að horfast í augu við, heldur kjósa að stinga höfðinu ofan í sandinn. Ég hef lifað það, að heyra valdamikinn stjórnmálamann, sem einnig var ærinn gróðamaður, segja, að við ættum að gerast eitt af samveldislöndum Breta og láta slag standa um það, hvað um íslenzkuna yrði. Minn- umst og þess, að hinn vitri, vel menntaði og velviljaði lögmaður, Sveinn Sölvason, taldi fyrir eina tíð, að okkur væri ekki meira en frændum okkar að dependera af þeim dönsku. Þá heyrði ég því fleygt í hálfkæringi, þegar mest var rætt um bandaríska sjónvarpið, að ekki væri Jrað svo sem nema næsta eðlileg þróun, og ekki svo sem skaði skeður, að næsta eða næstnæsta kynslóð hér á landi liætti að mæla á máli, sem einungis sárfáar hræður í veröldinni skildu — og frá atvinnulegu og viðskiptalegu sjónarmiði væri auðvitað þjóð- ráð, að við sæktum um upptöku í hið; volduga vestræna ríkjasam- band. En hvort sem þarna hefur nú frekar verið um ögrun að ræða, en alvöru, skulum við hugsa okkur, að á næstu áratugum tækni- legra framfara og aukinnar velmegunar gripi um sig í stað þjóð- ernislegs metnaðar og siðrænnar menningarreisnar sá andi Mamm- ons, sem hefur löngum gagnað honum bezt: Fjárgræðgi réði fyrst og fremst í öllum viðskiptum manna á milli, fjárgræðgi, sem hjá flestum stjórnaðist af hóflausri fíkn í síaukin og síbreytileg þæg- indi, ákafri eftirsókn eftir æsilegu skemmtanalífi og sífellt víð- tækar og dýrara lúxusflakki, sem ætti sér engan menningarlegan tilgang. Samfara þessu yrði árvaxandi notkun engilsaxneskrar tungu í skemmtana- og viðskiptalífi — og orðfækkun og afskræming ís- lenzkunnar, enda fyrst og fremst lesnar amerískar og enskar bækur og blöð, því að ekki svaraði kostnaði að gefa út á íslenzku annað en það, sem ríkið kostaði sakir skólahalds — og svo glæpa- og klám- rit og þó því aðeins, að, þau væru nákvæmlega myndskreytt, svo sem nú er tíðkað í Svíþjóð og Danmörku og gefur að minnsta kosti vissari og jafnvel hærri gjaldeyristekjur en sjálf hin gróðavænlega minkarækt. Hvort mundi svo ekki endirinn verða sá, ef svona væri komið, að þeir tiltölulega fáu, sem raunverulega vildu halda í íslenzka tungu og þjóðerni, örvæntu um árangur viðleitni sinnar og kysu heldur en ríkjandi ástand, að sporið væri tekið fullt fram af ætternisstapanum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.