Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 74
138
EIMREIÐIN
hvað, og muntu illt af hljóta.
Hefur þú að vísu mjög á oss
leikið nær sem við fáum þess
hefnt. Og gjarnan vildi ég, að
þú færir ekki heill af þessu
þingi.
Grettir: Gerið greinilegt fyrir
mér, hvað ykkur býr í skapi.
(Hinir ræðast við hljóðlega.)
Stoðar nú lítt að stinga saman
nefjum. Verður ei ómerkt það,
er Hafur hefir fyrir mælt, þótt
mjög sé nú af honum dreginn
sköruleikinn. Eigið þið og
miklu meira á hættu en ég,
hvort þið haldið grið yðar eða
látið sæmd yðar og þinghelgi.
Hjalti: Það skal aldrei verða, að
við gjörumst griðníðingar,
þótt Grettir eigi í hlut, og hér
hafi orðið hyggindamunur.
Vil ég eigi, að menn hafi það
til eftirdæmis, að við göngum
á þennan grið, sem við höfum
sjálfir sett og selt. Skal Grettir
fara liðugur þangað, sem hann
vill héðan af þinginu. En þá
eru úti þessi tryggðamál, og
göngum nú og sjáum á leik-
ina. Þeir fara.
Þorbjörn: (Við sjálfan sig). Hart
er við að búa, að láta Gretti
komast frjálsan héðan af þing-
inu, er hann hefir nú gengið í
hendur vorar. Hjalta mun
þykja sér óvant, þar sem hann
hefir aflátið sinn hlut eyjar-
innar til mín. Þó mun hann
ráða verða nú um sinn.
Þuríður kerling: (Kemur inn.)
Hvaða ráðagerðir hafið þið
hér í dag höfðingjar. Eða
hvort er sem mér sýnist, að
Grettir hafi náð sætt af ykk-
ur? Þar sem hann gengur nú
að leik með héraðsmönnum
og er þó svo harðleikinn, að
viðliggur meiðslum og bein-
brotum.
Þorbjörn: Skammæ skyldi sú
sætt vera, ef ég má ráða, þótt
við verði að búa nú um sinn.
En hafa vildi ég ráð þín fóstra
og tilstuðlan nokkra, ef takast
mætti að vinna á Gretti.
Þuríður kerling: Nú þykir koma
að því, sem mælt er, að margur
fer í geitahús ullar að biðja.
Eða hvað mundi ég síður en
þykjast fyrir héraðshöfðingj-
ingjum, en vera þó til einskis
fær þar eð ég rís vart úr rekkju.
Þorbjörn: Það ætla ég, að þú
kunnir nokkuð fyrir þér, það
er aðrir fái ekki við séð. Hef
ég nú komizt yfir Drangey að
mestu fái ég yfirstigið Gretti.
Hefur þú mér jafnan heilráð
verið, og vil ég víst, að þú
leggir hér nokkuð til.
Þuríður kerling: Ef ég á eitt-
hvað til að leggja, vil ég ein
ráða aðgerðum. Mun þá sýnt
verða hversu heilladrjúgir þeir
Grettir verða hér eftir í Drang-
ey. Væntir mig að þeim fari
heldur sígandi giftan. Vil ég,
að þú færir hingað rótartré