Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 44
108 EIMREIÐIN hjóna. Á Borgunarhólmi opnað- ist nýr heimur, sem í flestu var ólíkur því umhverfi, sem fjöl- skyldan liafði lifað í í Kaup- mannahöfn. En lífsbaráttan var hörð og eftir því sem börnin komust á legg, þurftu þau að leggja fram krafta sína til þess að létta undir með foreldrunum. Martin hóf á barnsaldri að starfa með föður sínum við múrvinn- una, en skömmu eftir ferming- una var hann ráðinn á stóran bu- garð þar á eynni, við fjárgæzlu og önnur tilheyrandi störf. Var hon- um ofviða stritið á þessum bú- garði og þegar árið var liðið, hvarf hann á braut og hélt til kaupstaðarins Rönne. Þar komst hann að sem skósmíðanemi, lauk þar námi í iðninni og vann síð- an hálft annað ár sem skósmið- ur. En inniveran og þetta starf átti ekki við hann til lengdar, svo að hann hélt til heimastöðva sinna og tók aftur til við múr- vinnuna. Martin hafði á þessum árum hugleitt margt um tilveruna og afstöðu einstaklinganna til sam- félagsins, en var á reiki og hafði hvergi fundið fast undir fóturn í þessum efnum. Þá kom fyrir at- vik, sem gjörbreytti viðhorfum hans og veitti honum staðfasta hugsun og hugsjón, sem hann þjónaði síðan allt líf sitt. Hann hafði verið við kirkju- bygginguna á eynni og verka- mennirnir voru að hverfa á brott að verki loknu. — Þegar ég var búinn að taka saman pjönkur mínar og var að leggja af stað, segir hann í endurminningum sínum, — gekk verkstjórinn í veg fyrir mig. Það átti að láta mislitar rúður í kórgluggana, en hvorki á Borgundarhólmi sjálf- um né fyrir handan varð fund- inn kunnáttumaður, er þetta gæti unnið, svo að til verksins liafði orðið að ráða glermeistara frá Berlín. Nú var hann kom- inn, en enginn skildi orð af því, sem hann sagði. Ég var því ráð- inn honum til aðstoðar og til að vera túlkur milli lians og verk- stjórans. Verkið var létt og löðurmann- legt. Ég sat á neðsta altarisþrep- inu og horfði á hann aðdáunar- augum, rétti honum öðru hverju verkfæri, sem hann þurfti á að halda, eða skrapp út í kaupfélag eftir öli lianda honurn að drekka. Hann skar glerið í smábúta og greypti þá í blýumgjörð, en stundum stóð liann uppi í háurn stiga og bjástraði við, svo að svit- inn bogaði af honum. Á meðan var hann að rausa við mig, pré- dika fyrir mér sósíalisma, blístra alþjóðasöng verkamanna og drekka öl. Þetta voru fyrstu kynni mín af því Þýzkalandi, sem síðar varð mér annað heima- land um langt skeið. Og þau kynni hefðu ekki getað orðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.