Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Side 44

Eimreiðin - 01.05.1970, Side 44
108 EIMREIÐIN hjóna. Á Borgunarhólmi opnað- ist nýr heimur, sem í flestu var ólíkur því umhverfi, sem fjöl- skyldan liafði lifað í í Kaup- mannahöfn. En lífsbaráttan var hörð og eftir því sem börnin komust á legg, þurftu þau að leggja fram krafta sína til þess að létta undir með foreldrunum. Martin hóf á barnsaldri að starfa með föður sínum við múrvinn- una, en skömmu eftir ferming- una var hann ráðinn á stóran bu- garð þar á eynni, við fjárgæzlu og önnur tilheyrandi störf. Var hon- um ofviða stritið á þessum bú- garði og þegar árið var liðið, hvarf hann á braut og hélt til kaupstaðarins Rönne. Þar komst hann að sem skósmíðanemi, lauk þar námi í iðninni og vann síð- an hálft annað ár sem skósmið- ur. En inniveran og þetta starf átti ekki við hann til lengdar, svo að hann hélt til heimastöðva sinna og tók aftur til við múr- vinnuna. Martin hafði á þessum árum hugleitt margt um tilveruna og afstöðu einstaklinganna til sam- félagsins, en var á reiki og hafði hvergi fundið fast undir fóturn í þessum efnum. Þá kom fyrir at- vik, sem gjörbreytti viðhorfum hans og veitti honum staðfasta hugsun og hugsjón, sem hann þjónaði síðan allt líf sitt. Hann hafði verið við kirkju- bygginguna á eynni og verka- mennirnir voru að hverfa á brott að verki loknu. — Þegar ég var búinn að taka saman pjönkur mínar og var að leggja af stað, segir hann í endurminningum sínum, — gekk verkstjórinn í veg fyrir mig. Það átti að láta mislitar rúður í kórgluggana, en hvorki á Borgundarhólmi sjálf- um né fyrir handan varð fund- inn kunnáttumaður, er þetta gæti unnið, svo að til verksins liafði orðið að ráða glermeistara frá Berlín. Nú var hann kom- inn, en enginn skildi orð af því, sem hann sagði. Ég var því ráð- inn honum til aðstoðar og til að vera túlkur milli lians og verk- stjórans. Verkið var létt og löðurmann- legt. Ég sat á neðsta altarisþrep- inu og horfði á hann aðdáunar- augum, rétti honum öðru hverju verkfæri, sem hann þurfti á að halda, eða skrapp út í kaupfélag eftir öli lianda honurn að drekka. Hann skar glerið í smábúta og greypti þá í blýumgjörð, en stundum stóð liann uppi í háurn stiga og bjástraði við, svo að svit- inn bogaði af honum. Á meðan var hann að rausa við mig, pré- dika fyrir mér sósíalisma, blístra alþjóðasöng verkamanna og drekka öl. Þetta voru fyrstu kynni mín af því Þýzkalandi, sem síðar varð mér annað heima- land um langt skeið. Og þau kynni hefðu ekki getað orðið

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.