Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 19

Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 19
þjóðlagaspjall 83 varðveitzt hér á landi frá fyrri tíð — og er raunar allt heldur óvíst um hljóðfæranotkun hér fyrr á öldum. En þó er enginn vafi á að ýmis hljóðfæri hafa bor- izt til landsins og verið notuð hér eitthvað. Langspil hafa verið þó nokkuð útbreidd, einkum á 19. öld. Hér á landi var einnig notað annað hljóðfæri, mjög at- hyglisvert, og það var íslenzka fiðlan, sem við vitum því miður alltof lítið um. Þetta voru hvort tveggja strokhljóðfæri, og voru venjulega látin liggja. á borði þegar leikið var á þau. Bæði voru þau notuð til undirleiks við söng og ef til vill einnig sjálf- stætt.“ — En svo að við snúum aftur að þjóðlögunum; hvernig flokk- ast þau í höfuðdráttum? „Eins og ég sagði áður, þá eru þetta allt sönglög, án hljóðfæra- undirleiks og langflest einrödd- uð. Þó eigum við nokkuð af tví- rödduðum lögum, tvísöngslög- um, sem eru merkileg fyrir margra hluta sakir. F.inrödduðu lögin má flokka með ýmsu móti. F.ðlilegast væri að flokka þau eft- ir gerð og eiginleikum laganna sjálfra. Að einhverju leyti mætti flokka lög eftir tóntegundum og einnig eftir tónsviði þeirra. En eins og ég tók fram, þá eru rann- sóknir á eiginleikum þjóðlaga okkar enn á byrjunarstigi, og slík flokkun hefur ekki enn ver- ið gerð. Helzt hefur lögunum verið skipað niður eftir því við hvaða skáldskapargrein þau eiga. Slík skipting er stundum mjög réttmæt. Ef við tökum rímurnar sem dærni, þá fylgja þeim lög og flutningsmáti, sem um margt er frábrugðið söng annars bund- ins máls hér á landi og þótt víð- ar væri leitað. Rímnalögin eru án efa innlend og það sama má segja um flest lög sem höfð eru við barnagælur og þulur. Það eru oftast ofur einföld lög, sem eng- inn veit hvernig eru til orðin, en þau eru sízt ómerkari fyrir það. Síðan eru til lög við margs konar kvæði frá mismunandi tímum og einnig sálmalög, sem eru gjörólík lögunum í kirkju- söngsbókunum. Það er algengt að sama eða a. m. k. svipað lag sé sungið við mörg kvæði. Oft virðast lögin bundin ákveðnum bragarhætti og þá er nærtæk sú skýring að fólk hafi ekki átt annarra laga völ og því notað það lag, sem fyrir hendi var. En hitt er einnig til að lög séu ákaflega lík, þótt um gjörólíka bragarhætti sé að ræða.“ — Hvað er að segja um gömlu sálmalögin, geta þau talizt þjóð- lög? „Flest sálmalög sem sungin eru í kirkjunum eru litlend að uppruna og mörg eru gömul, sum eru frá tímum siðaskipt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.