Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 25
Islenzkur
smári
♦-----------
Eftir
Indriða Úlfsson
Verðlaunasaga
indriði Úlfsson, skólastjóri á Akureyri,
er höfundur meðfylgjandi sögu, sem er
önnur af þremur verðlaunasögum í
smásagnasamkeppni EimreiSarinnar.
Smásagnakeppni
Eimreiðarinnar:
Sólin er í vestri og skrifstofu-
dyr í borginni að lokast. Norðan
kæla ber rykmekki af þjóðveg-
unum í norðri og austir. I dag
er föstudagur, með laufguðum
birkiskógum, þurrum tjaldstæð-
um og fólki á hraðferð.
Höfðinginn stendur á tröpp-
um heildsölunnar með lykla-
veski í hendinni. Þvottakona
vaggar norður götuna með mán-
aðarlaunin. — Enn hefur bless-
að kaupið hækkað. Höfðinginn
heldur í einn lykilinn, dinglar
veskinu og lítur til lofts.
— Verst að eiga ekki frí.
Hann strýkur vinstri hendinni
yfir hálfnakið höfuðið, lagfærir
gleraugun og lætur mjúkan vísi-
fingur renna niður eftir nefinu,
yfir þvkkar varirnar og báðar
hökurnar. Kækur, sem þvældist
fyrir.
Höfðinginn hugsar. Hendin,
sem heldur á lyklaveskinu renn-
ur niður eftir grófu efni sport-
jakkans, lyftir vasalokinu og
smvgur í vasann. Þar skiptir hún
á lyklaveskinu og tveimur lykl-
um á hring.
— Verst að eiga ekki frí.
Höfðinginn tifar suður að
bílnum, sem brátt rennur út af