Eimreiðin - 01.05.1970, Blaðsíða 65
AFREKSVERK
129
rek á sviði íslenzkra ljóðaþýðinga. Eins og gefið hefir verið í skyn,
ber hún vitni glöggum skilningi á meginefni hins volduga skáld-
verks, virðingu fyrir því og höfundi þess, vandvirkni og smekk-
vísi, og fágætri orðsins íþrótt. í öllum hinum tólf þýddu kviðum er
víða mikil skáldleg tilþrif að finna, og mjög marga kafla, sem
leiftra af fegurð máls og mynda. Reisn Dantes er hér að öllu saman-
lögðu, svo vel haldið, að mér sýnist, að hann mætti vel við una,
eins langt og þýðingin nær. Hitt ætti þá ekki heldur að vera erfitt
að gera sér í hugarlund, hversu mikið starf, já, hvílík andans orka
og einbeiting hugans, liggja að baki slíks bókmenntaverks og þessi
þýðiing er.
Hún er þýðandanum sjálfum til mikillar sæmdar, samboðin jafn
ágætu skáldi og hann er, og vér íslendingar stöndum í ómældri
þökk við hann fyrir þann mikla og varanlega skerf, sem hann hefir
lagt til íslenzkra þýðingarbókmennta með þessari þýðingu sinni.
Með henni hefur hann tekið sæti á bekk með séra Jóni Þorláks-
syni og öðrum öndvegisþýðendum vorum.
Og mér, austfirzkum bóndasyni, er það óblandið efni ánægju og
nokkurs stolts, að íslenzkur bóndi hefir unnið þaðj bókmenntalega
afrek, sem hér um ræðir. Ekki hefi ég heldur dregið neina dul á
Jaað, Jregar ég hefi minnst á þýðinguna við kunningja mína í hópi
bókfræðinga hér í núverandi heimaborg minni, og hefir þeim, að
vonum, þótt það nokkurri furðu sæta, en vitanlega hefi ég þá einn-
ig bætt því við, hve mikið skáld þýðandinn er.
Frágangur bókarinnar er hinn vandaðasti, og margar myndir eftir
snillinginn Sandro Botticelli auka á gildi hennar. Eins og bent
hefir verið, á af öðrum, hefðu þær bó mátt vera skýrari. En sérstak-
lega þakkarvert verk hefir Bókaútgáfa Menningarsjóðs unnið með
útgáfu þessa mikla merkisrits, og um leið rækt með ágætum hlut-
verk sitt í íslenzku menningarlífi.
9