Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Page 40

Eimreiðin - 01.05.1970, Page 40
104 EIMREIÐIN Moldvarpan strýkur skóflu- skaftið. — Þú ert fífl, segir höfðing- inn. Menn eins og þú eru fjár- sjóðir, en þeir eru fífl. . . . Nú kemurðu inn og færð þér einn gráan. Fólkið á svölunum bíður og skilur ekki samhengið. — Ég sæki ekki veizlur, segir moldvarpan og fer að moka í holuna. — Neitarðu veizluboði. . . . Mínu veizluboði? Höfðinginn brýnir raustina. — Já, ég fer ekki inn. . . . Þó þú sért höfðingi, fer ég ekki inn, segir moldvarpan og gýtur augum á óhreinan vinnugallann sinn. — Þetta liélt ég að þú ættir ekki til, segir höfðinginn. — Þú ert fágætur. Þú ættir að eignast minnisvarða. Moldvarpan ryður moldinni í iioluna og beitir allri orku. Höfð- inginn horfir á og ruggar, svo verður lionum litið upp á sval- irnar til þeirra, sem bíða. — Komið þið með flösku, seg- ir hann. Skrifstofumaðurinn hleypur og kemur með flösku út á lóðina. Holan er full. Höfð- inginn tekur við flöskunni og réttir moldvörpunni. — Eigðu þetta, segir hann. Moldvarpan strýkur sveitt enn- ið, þurrkar sér á buxnaskálm og réttir fram höndina. — Ég þakka, segir hann, snýr sér við og gengur burt með skóflunar um öxl og dinglar flöskunni. Augnablik horfir höfðinginn til lians, síðan á steininn og hugsar. Þá beygir hann sig, tek- ur steininn tveim höndum og lyftir með erfiðismunum á hné sér, þannig róa þeir og fagnaðar- óp berast af svölunum. Hægt og virðulega færist höfðinginn meira í fang. Hann lýtur áfram, svo rykkir hann sér upp og aft- ur og stendur beinn með stein- inn framan á brjóstinu. Andlit- ið tútnar af átökum og augna- blik eru menn í vafa um jafn- vægið, en svo rarnbar hann af stað í átt til hússins, hægt en markvisst. Fagnaðarópin glymja, frúin hljóðar og hverfur inn í húsið. Orstuttu síðar mætir hún bónda sínum í forstofudyrun- um. — Slepptu þessu, skrækir hún og ætlar að þrífa til hans. —Burt kona, segir hann úf- inn. Burt með andskotans lúk- urnar. Henni fallast hendur og víkur ósjálfrátt úr dyrunum. Hann slagar í dyrastafina og and- litið verður rjóðara og rjóðara. Kinnbeinin eru áberandi og augun starandi. Þrep eftir þrep, hæð eftir hæð gengur hann í húsinu. Loks kemst hann ekki hærra. Fólkið starir og glottir. Hljómsveitin er hætt að leika og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.