Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Qupperneq 36

Eimreiðin - 01.05.1970, Qupperneq 36
100 EIMREIÐIN ervi falskir og smjúga um húsið eins og sárar stungur. — Hvert fór Stína? — Á sveitaball. — Vonandi kemur ekkert fyr- ir. — Ætli það. . . . Stína spjarar sig. — Það gera fleiri. — Jæja, við fáum þá barn til þess að hafa í ellinni. . . . Væri það voðalegt? — Ég var að hugsa um Stínu. — Hún er nógu gömul. . . . Ég spjaraði mig á hennar aldri. — Þú hefðir getað náð í eitt- hvað skárra. Moldvarpan þrýstir hönd konu sinnar, en hún doss- ar. Úti fyrir flautar bíll og ann- ar tekur undir. Þau þegja og hlusta. — Ég fékk aðstoðarmann við, skurðgröftinn, segir moldvarpan og hlær lágt. — Nú? segir hún forvitin. Hann talar um höfðingjann og þau hlægja hátt. Húsið fær nýjan tón. Svo kemur hvíldin. Um nóttina losar moldvarpan svefninn og dettur höfðinginn í hug. Það setur að honum hlátur. Konan vaknar og ýtir við hon- um. — Hvað er að þér? spyr hún og er hálf úrill yfir því að vera vakin. — Hann nennti ekki að taka stein . . . inn, ha . . .nn, ha, ha, ha. — Farðu að sofa, segir hún. . . . Hættu þessum hlátri. . . . Þeir koma sökinni á þig, ef strengurinn slitnar, eða ef þetta vitnast. . . . Vertu viss. Svo snýr hún sér til veggjar og kúrir. Kaldur sviti sprettur fram í lófum moldvörpunnar og hlátur hans er þagnaður. Hjá höfðingjanum er veizla. Við húsið standa gljáandi bílar, en inni hefur fólkið lokið kvöld- verði og þjónarnir sjá um fram- haldið. Þeir tipla á penpíufót- um með bakka í höndum, lúta og bjóða. Fólkið hreiðrar um sig í þessu undarlega framúrstefnuhúsi. Enginn veit með vissu hvað er stofa, hvað er gangur og livað er svefnherbergi. Sífellt er verið að ganga upp eða ofan tröppur í sömu vistarveru, og á hverjum palli eru hálfir veggir og bros- andi fólk, líka rneðan það drekk- ur. Á efstu hæð situr frúin og ræðir við konu skrifstofumanns- ins. Höfðinginn hafði hringt í þau, eftir skurðgröftinn. Frúin er þreytt og vill komast til ann- arra gesta, en kona skrifstofu- mannsinst talar og talar, gýtur augum til fólksins, sem sést milli hálfu veggjanna og af og til h'tur til þeirra. Þær voru víst vinkonur?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.