Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 11

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 11
LOFTUR GUTTORMSSON KENNSLA HEIMA OG I SKOLA Þáttur heimila í barnafræðslu á fslandi 1907-1930 í pessari grein er tekið til athugunar hve víðtækum skyldum heimilin áttu að gegna við barnafræðslu skv. lögum um fræðslu barna 1907 og par til ný fræðslulög leystu pau af hólmi 1926. Gerð er grein fyrir framgangi skólavæðingar á tímabilinu og peim mismun sem hér var á eftir péttbýli og dreifbýli. Fjallað er um mat yfirvalda á pvíhvernig heimilin ræktu skyldur sínar, einkum hvað varðar lestrarkennslu yngri barna. Sýnt er fram á að verulega dró úr sókn yngri barna 1' hina opinberu barnaskóla í kjölfar lagasetningarinnar 1907; jafnframt er rakið hvernig brugðist var við peim vanda sem af pvt' hlaust. Urræðin vörðuðu að mörgu leyti veg að peim breytingum sem fólust í setningu laga um fræðslu barna árið 1926: Á allra síðustu árum hefur athygli skólamanna og uppeldisfræðinga beinst í vax- andi mæli að samstarfi heimila og skóla. Með því að efla slíkt samstarf er þess vænst að auka megi áhrif foreldra á skólastarfið og stuðla þar með að valddreifingu sem telst nú opinbert markmið menntastefnu bæði á íslandi og í grannlöndum (Macbeth og Ravn 1994, Nefnd um mótun menntastefnu 1994:7-9, 25-27). Hér á landi hefur umræða um vaxandi afskipti foreldra af fræðslustarfsemi ein- skorðast að miklu leyti við skólann sem hefðbundna stofnun, en í ýmsum nálægum löndum hefur þessi umræða nú þegar leitt til stofnunar allöflugrar heimakennslu- hreyfingar (Meighan 1995:275-276). Eflaust mun tölvu- og fjarskiptabyltingin í næstu framtíð hafa áhrif á skilning manna á fræðsluskyldu og á því hvernig haga megi samstarfi heimila og skóla í þágu hennar (Sigurjón Mýrdal 1996:36-39, Þorbjörn Broddason 1994:12-14). Allt bendir til þess að tengsl þessara tveggja upp- eldisaðila muni taka grundvallarbreytingum á næstu áratugum, m.a. fyrir áhrif fjar- kennslu. Þessar stefnur og straumar í samtíma okkar kunna að gefa nokkuð nýstárlega sýn yfir skólasögu 20. aldar miðað við það sem menn hafa átt að venjast. Sem alkunnugt er hefur skólavist barna og unglinga, sem var næsta lítilfjörleg í upphafi aldar, smám saman orðið æ rúmfrekari í lífi uppvaxandi kynslóða. Þær þróunar- hneigðir, sem drepið var á að ofan, gefa vísbendingu um að sú öld, sem nú er að renna skeið sitt á enda, muni að þessu leyti skera sig úr sem nokkuð einstakt skeið í * Vísindaráð íslands, hug- og félagsvísindadeild, og Rannsóknarsjóður Kennaraháskóla íslands veittu styrki til þeirrar gagnasöfnunar sem þessi grein er að verulegu leyti byggð á. Heiðrúnu Kristjánsdóttur verkefnastjóra og Rósu S. Jónsdóttur kennara, sem unnu að gagnasöfnuninni, eru hér með þökkuð vel unnin störf. Jafnframt þakka ég Helga Skúla Kjartanssyni dósent, sem las yfir handritið, fyrir gagnlegar ábendingar. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 5. árg. 1996 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.