Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 15
LOFTUR GUTTORMSSON
Taflal
Skipting barna sem nutu opinberrar kennslu
í einhverri mynd 1910-1931
Skólaár Fjöldi nemenda Fastir skólar Farskólar Heimafræðsla undir eftirliti
% % %
1910-1911 6905 47,1 45,4 7,5
1914-1915 7035 47,6 47,8 4,6
1918-1919 6601 52,3 35,4 1 12,3 1
1923-1924 6909 66,4 33,6
1930-1931 9480 68,2 31,8
Hvað varðar tímabilið 1920-1930 tilgreina barnafræðsluskýrslur ekki lengur hvemig nem-
endur skiptust milli farskóla og heimafræðslu.
Heimildir: Bnrnafræðsla árin 1909-1914:6-8,14-16, Barnafræðsla áxin 1916-1920:8-11, 20-23,
40-44, Barnafræðsluskýrslur 1920-1966:14-15.
Tafla 1 sýnir hvernig þau börn, sem fengu á annað borð opinbera kennslu,2 skiptust
eftir fræðsluformunum þremur.
Athygli vekur að á árabilinu 1910-1915 gekk tæpur helmingur barnanna í fasta
skóla en hlutur þeirra var kominn upp í nálega 2/3 skólaárið 1923-1924. Þýðingu
þessarar þróunar ber að meta m.a. með hliðsjón af því að á árabilinu 1915-1920 náði
einn af hverjum 4-5 farskólanemendum ekki hinu lögbundna kennslulágmarki upp
á átta vikur (Barnafræðsla árin 1916-1920:11*, Skólablaðið 1915 (9,1):12-13).
2 Með „opinberri kennslu" er hér átt við barnakennslu sem naut styrks úr landssjóði (ríkissjóði). Fram til ársins
1919 nam framlag landssjóðs nálægt l/3 af rekstrarkostnaði við barnafræðsluna en framlag sveitarsjóðanna
tæplega 2/3. Eftir það hækkaði kostnaðarhlutdeild landssjóðs mikið, bæði vegna lagabreytingar og dýrtíðar
(Barnafræðsla árin 1916-20:26*-27*). Til þess að verða aðnjótandi landssjóðsstyrks þurfti hvert umdæmi að sýna
fram á með umsókn, studdri. skýrslugerð, að það hefði fullnægt ákvæðum laga (Lög um fræðslu barna
1907:20.-25. gr., Skólablaðið 1914 (8,12): 190). Gera má ráð fyrir, einkum framan af tímabilinu, að nokkur
fræðsluhéruð hafi haldið uppi einhverri fræðslu á sinn kostnað án þess að skila um það skýrslu og farið þar
með í einhverjum tilvikum á mis við landssjóðsstyrk (Barnafræðsla árin 1916-20:5*-6*).
13