Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 26

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 26
AD GREINA MOZART FRÁ MENDELSSOHN gerðum einkennum hverrar stíltegundar í formi undirhugtaka (taktfast slag, jafnar hendingar o.s.frv.) í þeirri von að slík sundurgreining hjálpi þeim að sértaka stílein- kenni þekktra tóndæma hvers stíls og yfirfæra á ný. Ég hafði sérstakan áhuga á að kanna áhrif slíkra upplýsinga þegar í hlut eiga skyldar stíltegundir í tónlist þar sem „dæmigerð" einkenni annars stílsins geta hæglega einkennt ákveðin tilvik hins. Klassískur og rómantískur tónstíll urðu fyrir valinu þar sem þeir uppfylltu vel þetta skilyrði. I Töflu 1 kemur fram, hvernig þessir stílar eru gjarnan kenndir byrjendum í formi tónfræðilegra undirhugtaka. Vandinn er sá að hver sú vísbending sem þar er hefur fjölmargar undantekningar. Tilgáta mín var því sú að kennslufræðilegur ávinningur upplýsinga á borð við „rómantískur stíll einkennist oft af þykkum tón- vef" kynni að orka tvímælis, a.m.k. þegar í hlut eiga nemendur með takmörkuð kynni af sígildri tónlist. Ég hafði tvenns konar ástæðu til að draga í efa jákvæð áhrif slíkra upplýsinga á stílhugtakamyndun. Önnur varðaði breytileika tónstílanna sjálfra, t.d. einkennir þykkur tónvefur sum rómantísk tónverk en ekki önnur; klass- Tafla 1 Einkenni á klassískum og rómantískum stíl KLASSÍSKUR STÍLL RÓMANTÍSKUR STÍLL Taktfast, „létt" slag. Sveigjanlegur hraði slagsins (rubato). Jöfn lengd hendinga (lengdir „ríma"). Ójöfn lengd hendinga (lengdir „ríma" ekki). Hendingaskil skýr, ákveðin og tíð, þ.e. margir hvíldarpunktar (kadensar). Óslitin, samfelld laglína með fáum hvíldarpunktum algeng, en jafnar hendingar einnig algengar. Tónvefur þynnri og gisnari en í rómantík. Tónvefur oft þykkur. Hljómar stefna að ákveðnu marki. Hljómar oft óræðir (ekki eins stefnufastir og í klassík). „Krómatík" (tónum þríhljómsins breytt) skapar oft spennu og óræðni. Þessi einkenni eru dæmigerð fyrir stíllýsingar sem kennslubækur láta nemendum í té, t.d. Ratner (1977:293) og Þórir Þórisson (1994:94). 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.