Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 27

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 27
ÞÓRIR ÞÓRISSON ísk verk geta einnig haft býsna þykkan vef; auk þess sem einkennið sjálft (þykkur vefur) er breytilegt frá einu verki til annars. Það sama gildir um öll önnur einkenni.2 Af þessum sökum mætti ætla að upplýsingar sem þessar rugluðu nemendur fremur en hið gagnstæða. Hin ástæðan var sú, að svo virðist sem unglingar myndi hugtök um ný afbrigði rokktónlistar án þess að formleg tóngreining komi við sögu. Reynsla þeirra af viðkomandi tónlist ásamt merkimiða hvers stíls (t.d. upplýsingar jafnaldra um nafn hljómsveitar) virðist nægja. I þessari grein verður sagt frá rannsókn á því, hvort upplýsingar um dæmigerð einkenni slags, hendinga, tónvefs og hljómferlis í klassískum og rómantískum tón- stíl kæmu nemendum að gagni við að mynda hugtök um þessa stíla. Einnig var kannað hver þessara eiginleika hefði mest áhrif á stílflokkun nemendanna, og að hvaða marki nemendur lærðu stílhugtök eingöngu út frá reynslu sinni af tóndæm- um og upplýsingum um flokkun þeirra. I stuttu máli bar rannsókn mín saman stílflokkunarvillur tveggja tilraunahópa með tilliti til: 1. Hvaða áhrif það hefði (við hlustun) að beina sértekningu að fjórum dæmigerðum eiginleikum klassísks og rómantísks stíls borið saman við þjálfun sem krafðist þess að nemendur mynduðu hugtök eingöngu út frá reynslu sinni af tóndæmum og upplýsingum um flokkun þeirra. 2. Hvaða áhrif fjórir tónlistareiginleikar (slag: taktfast - sveigjanlegt; hend- ingar: jafnar - ójafnar; tónvefur: þunnur - þykkur og hljómferli: stefnu- fast - órætt) hefðu á flokkun. 3. Hvaða áhrif reynsla af tóndæmunum og upplýsingar um flokkun þeirra hefðu á sértekningu. 4. Hvað valdi ruglingi við flokkun dæma samkvæmt mismunandi spám dæma- og frumgerðarkenningar og ályktanir kenninganna um flokkun- araðferðir fólks út frá því. KENNINGAR OG TENGSL VIÐ FYRRI RANNSÓKNIR Fyrri rannsóknir á stílhugtakamyndun í tónlist hafa ýmist fengist við þróun stílhugtaka eftir aldri barna (Gardner 1973), eða reynt að álykta, út frá mati fólks á 2 Til að lesandinn glöggvi sig betur á þeim fjórum tónlistareiginleikum sem þjónuðu sem frumbreytuþáttur í þessari rannsókn er hér úrdráttur úr þeim orðskýringum sem nemendum voru látnar í té (til frekari skýringar fengu þeir myndrænar lýsingar og tóndæmi úr rokk- og þjóðlagatónlist): „smg: Næstum öll tónlist hefur slag, en slagið er ýmist taklfast eða sveigjanlegt (ekki taktfast) ... hendingór: Flest tónlist skiptist í búta. Þessir bútar kallast hendingar. Þær eru sambærilegar við málsgreinar tungumálsins. Hendingar geta ýmist verið jafnlangar eða mislangar. Flest hefðbundin lög hafa jafnlangar hendingar ... tónvefur: Þegar fleiri en ein rödd hljómar samtímis þá er kominn tónvefur. Áhrifin eru mjög mismunandi eftir því hvort vefurinn er þykkur eða þunnur: Þuimur vefur = Fáar raddir samtímis. Þykkur vefur = Margar raddir samtímis ... hljömar: Þegar fleiri tónar en einn hljóma samtímis þá er kominn hljómur. Hljómar hafa afar mismunandi áhrif eftir því hvort þeir eru stefnufastir eða óræðir: Stefnufastir hljómar = Hljómarnir virðist stefna að ákveðnu marki (t.d. hendingaskilum). Tónlistin virkar fyrirsjáanleg ... Óræðir hljómar = Hljómarnir virðast reikandi, hikandi, eins og tónlistin viti ekki hvert hún eigi að stefna ..." Af þessu sést að hver hinna fjögurra eiginleika er vídd með andstæöa póla, fjórar víddir gefa því í reynd átta einkenni. 1 þessari grein vísar orðið eiginleiki til víddarinnar í heild (t.d. slags) en orðið einkenni til andstæðra póla hennar (t.d. sveigjanlegs slags). 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.