Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 45

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Blaðsíða 45
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR KRISTJANA BLÖNDAL TÓBAKSREYKINGAR OG HASSNEYSLA REYKVÍSKRA UNGLINGA OG VIÐHORF ÞEIRRA TIL SLÍKRAR NEYSLU í þessari rannsókn, sem er með langtímasniði, voru tóbaksreykingar og hassneysla unglinga ígrunnskólum Reykjavíkur kannaðar bæði pegar þeir voru í9. bekk vorið 1994 og í 10. bekk 1995. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að í 9. bekk reyktu hlutfallslega fleiri stúlkur (20%) en piltar (15%) en algengara var að piltarnir reyktu fleiri sígarettur á dag en stúlkurnar. Þessi munur á tóbaksreykingum stúlkna og pilta máðist út í 10. bekk (22% á móti 24%) sem einkum mátti rekja til þess að á milli ára hækkaði hlutfall pilta sem reyktu. Tæplega helmingur unglinganna sagðist hafa prófað að reykja 13 ára eða yngri og 10% byrjað að reykja daglega á peim aldri. Viðhorf peirra til tóbaksreykinga og til áhættu, sem fylgir reykingum, voru svipuð á milli ára. Hins vegar voru þeir unglingar jákvæðastir í afstöðu sinni til reykinga sem höfðu reykt (miðað var við oftar en tvisvar sinnum), og skipti þar ekki máli hvort þeir voru nýbyrjaðir að fikta eða ekki. Stúlkum, sem bjuggu hjá móður og sambýlismanni, var hættara við að fikta við reykingar en hinum sem bjuggu hjá báðum foreldrum eða móður. Þeir unglingar, sem sögðu vini sína og foreldra reykja, voru líklegri til að reykja en hinir. í 9. bekk höfðu 4,4% unglinga prófað hass en 12,4% í 10. bekk. Fleiri piltar en stúlkur höfðu reykt hass. Flestir unglinganna prófuðu hass fyrst 14 eða 15 ára. Almennt voru viðhorf til hassneyslu neikvæð, þótt hlutfallslega færri væru mjög á móti hassneyslu í 10. bekk en í 9. bekk. Tengsl komu fram á milli áhættuþáttanna þriggja: tóbaksreykinga, áfeng- isneyslu og hassneyslu. Afþeim, sem reyktu að staðaldri, drukku nær allir bæði árin. Auk þess hafði fimmtungur þeirra, sem reyktu í 9. bekk, og um 40% þegar í 10. bekk var komið, prófað hass. Ríflega 80% unglinga í 9. bekk og þrír afhverjum fjórum í 10. bekk, sem prófað höfðu hass, sögðust bæði reykja og drekka. Við samanburð á þeim, sem aldrei höfðu prófað hass, hvorki í 9. bekk né i' 10. bekk (hópur 1) og þeim sem höfðu prófað hass í 10. bekk en ekki í 9. bekk (hópur 2), kom í Ijós mikill munur á tóbaksreykingum og áfengisneyslu, síðari hópnum í óhag. Afar hátt hlutfall hóps 3, þ.e. þeirra sem höfðu prófað að reykja hass í 9. bekk, reykti sígarettur og drakk áfengi oft og mikið í senn þegar í 9. bekk. Hlutfallslega reyktu færri í hópi 2 en í hópi 3 bæði í 9. og 10. bekk þótt reykingar fyrrnefnda hópsins hefðu aukist á milli ára. Einnig kom fram munur ísömu átt á áfengisneyslu hópa 2og3 í 9. bekk, sem hvarf þó þegar í 10. bekk var kotnið.’ * Vísindaráð íslands, hug- og félagsvísindadeild, og Rannsóknasjóður Háskóla íslands veittu Sigrúnu Aðal- bjarnardóttur styrki til rannsóknarinnar. Aðstoðarfólki hennar við rannsóknina eru þökkuð vel unnin störf. Skólastjórum Reykjavíkurborgar, nemendum sem þátt tóku í rannsókninni, kennurum þeirra og foreldrum eru einnig færðar bestu þakkir. Loks er umsagnaraðilum af hálfu ritstjórnar þakkað fyrir þarfar ábendingar. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 5. árg. 1996 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.