Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 51

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 51
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, KRISTJANA BLÖNDAL Tafla 3 Magn tóbaksreykinga Hvað reykir þú venjulega margar sígarettur á dag? 1-5 6-10 11-20 Heiri en 20 Samtals Fjöldi svara Bekkur % % % % % 9. bekkur 48 28 21 3 100 224 10. bekkur 42 30 25 3 100 244 Einungis þeir sem reykja. Reykingar unglinga og fjölskyldugerð Kannað var hvort reykingar unglinga tengdust fjölskyldugerð þeirra, þ.e. hvort það skipti máli hvort unglingurinn byggi hjá báðum foreldrum, móður og sambýlis- manni eða móður. Miðað var við hvar unglingurinn bjó á þeim tíma sem könnunin fór fram. Unglingunum var skipt í tvo hópa, annars vegar þá sem reyktu ekki eða höfðu prófað pað í 1-2 skipti og hins vegar þá sem höfðu reykt prisvar sinnum eða oftar um ævina. Kynbundinn munur kom fram á tengslum fjölskyldugerðar og reykinga. Bæði í 9. og 10. bekk var algengara að þær stúlkur hefðu reykt þrisvar sinnum eða oftar sem bjuggu hjá móður og sambýlismanni en þær sem bjuggu hjá báðum foreldrum eða móður (9. bekkur: 61%, 38%, 46% í réttri röð, minnsti munur er 15% +/-14,8%, p<0,05; 10. bekkur: 73%, 46%, 56% í réttri röð, minnsti munur er 17% +/-15,9%, p<0,05). Munur kom hins vegar ekki fram eftir fjölskyldugerð í tilviki pilta. Viðltorf til reykinga Unglingarnir voru spurðir annars vegar um það hvað þeim fyndist um reykingar fólks og hins vegar hve mikla áhættu þeir teldu fólk taka með því að reykja. Nánar tiltekið svöruðu unglingarnir því hvað þeim fyndist um það að fólk: a) prófi að reykja sígarettur, b) reyki sígarettur öðru hverju og c) reyki 20 sígarettur eða meira á dag. Svarmöguleikarnir voru þrír, þ.e. „Ég er mjög á móti því," „Ég er frekar á móti því" og „Ég er ekki á móti því." Athyglisvert var að viðhorf unglinga til reykinga fólks voru mjög sambærileg á milli ára. Bæði þegar unglingarnir voru í 9. og 10. bekk var tæpur helmingur þeirra mjög á móti pví að fólk prófi að reykja en um fjórðungur ekki á móti pví. Viðhorf unglinganna til þess að fólk reyki öðru hverju var svipað. Afstaða þeirra var aftur á móti mun neikvæðari til þess að fólk reyki 20 sígarettur eða meira á dag þar sem um 80% voru því mjög mótfallin. Hins vegar voru 8% ekki á móti slíkum reykingum. 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.