Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 53
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, KRISTJANA BLÖNDAL
í 9. bekk komu fram tengsl á milli þess í hvaða neysluhópi unglingarnir voru
og viðhorfa þeirra til þess að fólk: a) prófi að reykja (r=0,45, p<0,001), b) reyki
sígarettur öðru hverju (r=0,46, p<0,001) og c) reyki 20 sígarettur eða meira á dag
(r=0,27, p<0,001).’ Greinilegur munur kom fram á hópunum þremur á þá leið að
unglingar, sem ekki reyktu, voru einarðastir á móti reykingum fólks, þá þeir sem
ekki höfðu reykt í 9. bekk en höfðu prófað oftar en tvisvar sinnum í 10. bekk og loks
þeir sem þegar höfðu prófað oftar en tvisvar sinnum að reykja þegar þeir voru í 9.
bekk. Sem dæmi má nefna að þegar unglingarnir voru í 9. bekk voru 65% úr hópi 1
mjög á móti því að fólk prófi að reykja, 40% úr hópi 2 og 22% úr hópi 3 (minnsti
munur er 18% +/-8,8%, p<0,05).
Þegar unglingarnir voru í 10. bekk komu einnig fram tengsl á milli þeirra eigin
neyslu og viðhorfa til þess að fólk: a) prófi að reykja (r=0,42, p<0,001), b) reyki
sígarettur öðru hverju (r=0,44, p<0,001) og c) reyki 20 sígarettur eða meira á dag
(r=0,31, p<0,001). Þær breytingar höfðu hins vegar orðið frá árinu áður að nú var
ekki lengur munur á viðhorfum hópa 2 og 3. Sem dæmi má nefna að í 10. bekk voru
64% úr hópi 1 mjög á móti því að fólk prófaði að reykja samanborið við 23% úr hópi
2 og 23% úr hópi 3 (41% munur, hærri vikmörk +/-7,9%, p<0,05).
Reykingar foreldra ogvina
Unglingarnir voru spurðir í 10. bekk hversu oft foreldrar þeirra og vinir reyktu.
Fram kom að rúmur helmingur unglinganna taldi foreldra sína aldrei reykja, en um
fjórðungur þeirra leit svo á að foreldrar þeirra reyktu oft. Að mati rúmlega þriðj-
ungs unglinganna reyktu nánustu vinir þeirra aldrei, en tæpur þriðjungur taldi vini
sína reykja oft.
Ekki kom á óvart að því oftar sem unglingarnir töldu nánustu vini sína og
foreldra reykja því líklegri voru þeir sjálfir til að reykja (sbr. spurningu í Töflu 3).
Þó voru tengslin sterkari á milli reykinga unglingsins og vina hans (r=0,57,
p<0,001), en foreldra (reykinga móður, r=0,18, p<0,001; reykinga föður, r=0,19,
p<0,001). Nefna má að af þeim sem reyktu töldu 79% vini sína reykja oft en
einungis 15% þeirra sem reyktu ekki (y2(3)=399,2, p<0,001); 35% töldu móður sína
reykja oft á móti 20% þeirra sem reyktu ekki (x2(3)=31,l, p<0,001) og 40% í tilviki
föður á móti 23% sem reyktu ekki (x2(3)=32,4, p<0,001). Því má bæta við að 99%
þeirra, sem sögðu vini sína aldrei reykja, reyktu heldur ekki sjálfir.
Hassneysla reykvískra unglinga
Ekki reyndust tengsl á milli stéttarstöðu foreldra og hassneyslu unglinganna.
Greint er frá kynbundnum mun á hassneyslu þegar hann var marktækur.
Fjöldi unglinga sem neytir hass og þeir sem neyta þess ekki
Unglingarnir voru spurðir: a) hve oft þeir höfðu prófað hass á ævinni og hve oft
þeir höfðu notað hass síðastliðna b) þrjátíu daga og c) tólf mánuði.
1 Fylgniútreikningar byggja á raðfylgni (Spearman).
51