Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 53

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 53
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, KRISTJANA BLÖNDAL í 9. bekk komu fram tengsl á milli þess í hvaða neysluhópi unglingarnir voru og viðhorfa þeirra til þess að fólk: a) prófi að reykja (r=0,45, p<0,001), b) reyki sígarettur öðru hverju (r=0,46, p<0,001) og c) reyki 20 sígarettur eða meira á dag (r=0,27, p<0,001).’ Greinilegur munur kom fram á hópunum þremur á þá leið að unglingar, sem ekki reyktu, voru einarðastir á móti reykingum fólks, þá þeir sem ekki höfðu reykt í 9. bekk en höfðu prófað oftar en tvisvar sinnum í 10. bekk og loks þeir sem þegar höfðu prófað oftar en tvisvar sinnum að reykja þegar þeir voru í 9. bekk. Sem dæmi má nefna að þegar unglingarnir voru í 9. bekk voru 65% úr hópi 1 mjög á móti því að fólk prófi að reykja, 40% úr hópi 2 og 22% úr hópi 3 (minnsti munur er 18% +/-8,8%, p<0,05). Þegar unglingarnir voru í 10. bekk komu einnig fram tengsl á milli þeirra eigin neyslu og viðhorfa til þess að fólk: a) prófi að reykja (r=0,42, p<0,001), b) reyki sígarettur öðru hverju (r=0,44, p<0,001) og c) reyki 20 sígarettur eða meira á dag (r=0,31, p<0,001). Þær breytingar höfðu hins vegar orðið frá árinu áður að nú var ekki lengur munur á viðhorfum hópa 2 og 3. Sem dæmi má nefna að í 10. bekk voru 64% úr hópi 1 mjög á móti því að fólk prófaði að reykja samanborið við 23% úr hópi 2 og 23% úr hópi 3 (41% munur, hærri vikmörk +/-7,9%, p<0,05). Reykingar foreldra ogvina Unglingarnir voru spurðir í 10. bekk hversu oft foreldrar þeirra og vinir reyktu. Fram kom að rúmur helmingur unglinganna taldi foreldra sína aldrei reykja, en um fjórðungur þeirra leit svo á að foreldrar þeirra reyktu oft. Að mati rúmlega þriðj- ungs unglinganna reyktu nánustu vinir þeirra aldrei, en tæpur þriðjungur taldi vini sína reykja oft. Ekki kom á óvart að því oftar sem unglingarnir töldu nánustu vini sína og foreldra reykja því líklegri voru þeir sjálfir til að reykja (sbr. spurningu í Töflu 3). Þó voru tengslin sterkari á milli reykinga unglingsins og vina hans (r=0,57, p<0,001), en foreldra (reykinga móður, r=0,18, p<0,001; reykinga föður, r=0,19, p<0,001). Nefna má að af þeim sem reyktu töldu 79% vini sína reykja oft en einungis 15% þeirra sem reyktu ekki (y2(3)=399,2, p<0,001); 35% töldu móður sína reykja oft á móti 20% þeirra sem reyktu ekki (x2(3)=31,l, p<0,001) og 40% í tilviki föður á móti 23% sem reyktu ekki (x2(3)=32,4, p<0,001). Því má bæta við að 99% þeirra, sem sögðu vini sína aldrei reykja, reyktu heldur ekki sjálfir. Hassneysla reykvískra unglinga Ekki reyndust tengsl á milli stéttarstöðu foreldra og hassneyslu unglinganna. Greint er frá kynbundnum mun á hassneyslu þegar hann var marktækur. Fjöldi unglinga sem neytir hass og þeir sem neyta þess ekki Unglingarnir voru spurðir: a) hve oft þeir höfðu prófað hass á ævinni og hve oft þeir höfðu notað hass síðastliðna b) þrjátíu daga og c) tólf mánuði. 1 Fylgniútreikningar byggja á raðfylgni (Spearman). 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.