Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 54
TÓBAKSREYKINGAR OG HASSNEYSLA
Eins og sjá má í Töflu 5 höfðu langflestir aldrei prófað hass og á það við um
bæði árin. I 9. bekk sögðust 4,4% þeirra (55 af 1263) hafa prófað hass einu sinni eða
oftar en 12,4% þeirra (131 af 1074) ári síðar. í 9. bekk sögðust 1,8% unglinganna (22
af 1263) hafa prófað hass þrisvar sinnum eða oftar, en ári síðar var hlutfallið 6,7%
(72 af 1074).
Tafla 5
Hassneysla í 9. og 10. bekk
Hefur þú prófað hass?
Aldrei 1-2 skipti 3-5 skipti 6-9 skipti Oftar Samtals
Bekkur fjöldi % fjöldi % fjöldi % fjöldi % fjöldi % fjöldi %
9. bekkur 1208 95,6 33 2,6 10 0,8 7 0,6 5 0,4 1263 100
10. bekkur 943 87,8 59 5,5 25 2,3 15 1,4 32 3,0 1074 100
Fjöldi þátttakenda 1994: N=1293; 1995: N=1083.
Fleiri piltar í 9. bekk (41 piltur eða 6,7%) en stúlkur (14 stúlkur eða 2,2%) höfðu
prófað hass (x2(l)=15,3, p<0,001). Kynjamunurinn var á sömu lund ári síðar, þar
sem algengara var að piltar í 10. bekk (89 eða 17,3%) en stúlkur (42 eða 7,5%) hefðu
prófað hass (x2(l)=24,3, p<0,001).
Eins og sjá má í Töflu 6 sögðust 4,3% 14 ára unglinganna (54 af 1269) hafa reykt
hass á síðasta ári og 11,4% (122 af 1076) ári síðar. Hlutfallslega fjölgar þeim því á
milli ára sem sögðust hafa reykt hass á tímabilinu eða um 7%, (+/-2,1, p<0,05). Þeir
unglingar í 9. bekk, sem höfðu reykt hass á síðustu tólf mánuðum, höfðu flestir
reykt í 1-2 skipti (35 einstaklingar). Nítján einstaklingar höfðu neytt hass oftar en
þrisvar sinnum, þar af sögðust átta hafa neytt hass tíu sinnum eða oftar. Meðal
unglinganna í 10. bekk vekur jafnframt athygli að 33 einstaklingar af 1076 (3,1%)
sögðust hafa notað hass tíu sinnum eða oftar á undanförnu ári.
Jafnframt sögðust 1,9% eða 24 unglingar í 9. bekk hafa neytt hass síðustu 30
daga, þar af átta unglingar þrisvar sinnum eða oftar. Þetta hlutfall var 4,6% þegar
þeir voru komnir í 10. bekk eða 49 einstaklingar, þar af 25 þrisvar sinnum eða oftar.
Upphafsaldur hassneyslu
Unglingarnir voru spurðir hve gamlir þeir hafi verið þegar þeir prófuðu hass í
fyrsta skipti. Svör þeirra, þegar þeir voru komnir í 10. bekk, voru eftirfarandi: 87,8%
(938 unglingar af 1068) sögðust aldrei hafa prófað hass, 1,2% (12 unglingar) sögðust
hafa prófað fyrst 13 ára eða yngri, 5,5% (59 unglingar) sögðust hafa prófað fyrst 14
52