Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 55
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, KRISTJANA BLÖNDAL
Tafla 6
Hassreykingar á tólf mánuðum
Hve oft hefur þú reykt hass á síðastliðnum tólf mánuðum?
Aldrei 1-2 3-5 6-9 10-19 Oftar Samtals
Bekkur fjöldi % fjöldi % fjöldi % fjöldi % fjöldi % fjöldi % fjöldi %
9. bekkur 1215 95,7 35 2,8 7 0,6 4 0,3 3 0,2 5 0,4 1269 100
10. bekkur 954 88,6 53 4,9 19 1,8 17 1,6 14 1,3 19 1,8 1076 100
Fjöldi þátttakenda 1994: N=1293; 1995: N=1083.
ára og 5,5% (59 unglingar) 15 ára. Þetta bendir til þess að flestir unglingar, sem
reykt hafa hass í 10. bekk, prófi það fyrst 14 eða 15 ára.
Viðhorf til hassneyslu
Unglingarnir voru annars vegar spurðir hvað þeim fyndist um hassneyslu fólks og
hins vegar hve mikla áhættu þeir teldu fólk taka með því að reykja hass. Nánar
tiltekið voru þeir spurðir hvað þeim fyndist um að fólk: a) prófi hass, b) reyki hass
öðru hverju og c) reyki hass reglulega. Svarmöguleikarnir voru þrír, þ.e. „Eg er
mjög á móti því," „Ég er frekar á móti því" og „Ég er ekki á móti því."
Bæði þegar unglingarnir voru í 9. og 10. bekk voru langflestir þeirra mjög á móti
hassreykingum fólks. Þannig voru 87% unglinga í 9. bekk og 81% þeirra þegar þeir
voru komnir í 10. bekk mjög á móti því að fólk prófi hass. Þessi 6% munur er
marktækur (+/-3%, p<0,05), sem e.t.v. tengist því að fleiri unglingar höfðu prófað
hass þegar í 10. bekk var komið (sjá síðar). Hlutfall þeirra, sem voru ekki á móti því
að fólk prófi hass, var 6% í 9. bekk en 9% þegar þeir voru komnir í 10. bekk. Bæði
árin voru hins vegar 92-93% þeirra mjög á móti því að fólk reyki hass reglulega en
3-4% voru því ekki mótfallin. ,
Unglingarnir svöruðu spurningum um hversu mikla áhættu þeir teldu fólk taka
með því að a) prófa hass, b) reykja hass öðru hverju og c) reykja hass reglulega.
Svarmöguleikarnir voru fjórir, þ.e. „Enga áhættu," „Nokkra áhættu," „Töluverða
áhættu" og „Mikla áhættu." Niðurstöðurnar eru kynntar í Töflu 7.
Bæði þegar unglingarnir voru í 9. og 10. bekk taldi meirihluti þeirra fólk taka
mikla áhættu með hassneyslu yfirleitt. Einnig kom fram að því hærra hlutfall
unglinganna taldi áhættuna mikla sem spurt var um meiri neyslu, bæði þegar þeir
voru í 9. og 10. bekk. Þó kom fram breyting á milli ára, þar sem hlutfall þeirra sem
töldu fólk taka mikla áhættu með hassneyslu lækkaði í 10. bekk miðað við árið á
53