Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 60

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 60
TÓBAKSREYKINGAR OG HASSNEYSLA ___________________________________________ FYLGT ÚT HLAÐI Margt kemur fram í þessari rannsókn sem bendir til þess að herða þurfi róðurinn í forvarnarstarfi gegn vímuefnanotkun unglinga. Hér verður fyrst fjallað um helstu niðurstöður um tóbaksreykingar unglinga, þá hassneyslu þeirra og loks um tengsl á milli þessara tveggja áhættuþátta og áfengisneyslu. Tóbaksreykingar Fyrst skal nefna að niðurstöðurnar benda til þess að stór hópur unglinga hafi aldrei prófað að reykja sígarettur (9. bekk, 45%; 10. bekk, 38%) eða prófað það í 1-2 skipti (9. bekk, 18%; 10. bekk, 14%). Tæpur helmingur unglinga prófar hins vegar fyrst að reykja 13 ára eða yngri og tíundi hver unglingur segist hafa byrjað að reykja dag- lega 13 ára eða yngri. Þá lítur tæpur fimmtungur unglinga í 9. bekk svo á að hann reyki og tæpur fjórðungur þegar komið er í 10. bekk. Af þessu má sjá að þótt margir unglingar hafi ekki prófað að reykja hlýtur hlutfall þeirra sem reykja að teljast hátt, ekki síst þegar tillit er tekið til þess hve ungir þeir eru. Að auki virðast margir fikta við reykingar og eru því einnig í áhættuhópi, sérstaklega þegar haft er í huga hversu ávanabindandi reykingar eru. I 9. bekk eru stúlkur líklegri en piltar til að reykja að staðaldri. Sá munur er ekki lengur fyrir hendi þegar þau eru komin í 10. bekk, en hlutfall pilta sem reykja hækkar á þessu tímabili. Þessar niðurstöður styðja nýlegar vísbendingar um að daglegar reykingar hafi aukist meira hjá piltum en stúlkum á allra síðustu árum, en allt frá 1974 til 1990 reykti hærra hlutfall stúkna en pilta í efri bekkjum grunnskóla (Þorvarður Örnólfsson 1994). Erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt að stúlkur eru líklegar til að byrja fyrr að reykja en piltar (Duncan o.fl. 1995). Erfitt er að bera hlutfall þeirra unglinga sem reykja samkvæmt þessari rann- sókn nákvæmlega saman við fyrri kannanir hér á landi, þar sem hér er miðað við bekk (9. bekkur, 10. bekkur) en t.d. í fyrrnefndu yfirliti Þorvarðar Örnólfssonar (1994) er miðað við fæðingardag og ár. Gagnasöfnun í þessari rannsókn fór fram í síðara skiptið 4.-20. janúar 1995 (18 skólar, en einn skóli þó um mánaðamótin janúar/ febrúar) og má því ætla að fáir þátttakenda í 10. bekk hafi náð 16 ára aldri. Könnun héraðslækna og Krabbameinsfélagsins fór fram vorið 1994 og miðast 16 ára hópurinn við þá sem urðu 16 ára fyrir 1. apríl það ár. I þessu ljósi skal fara varlega í að túlka þann mun sem fram kemur á reykingum í þessum tveimur könnunum, en í könnun héraðslækna og Krabbameinsfélagsins kom fram að í hópi 16 ára unglinga í Reykjavík reyktu 19% stúlkna og 26% pilta, en í hópi 15 ára unglinga 20% stúlkna og 15% pilta (sama rit). I þessari rannsókn reyktu 22% stúlkna og 24% pilta í 10. bekk (nær allir eru enn 15 ára) og virðast því niðurstöðurnar, einkum í tilviki pilta, vera nær niðurstöðum í 16 ára hópnum en 15 ára hópnum í könnun héraðslækna og Krabbameinsfélagsins. Hins vegar er hlutfallið í 9. bekk í þessari rannsókn, þar sem einhverjir unglingar eru enn 14 ára en aðrir þegar orðnir 15 ára (könnun í mars 1994), nákvæmlega það sama og fram kemur meðal fyrrnefndra 15 ára unglinga í könnun héraðslækna og Krabbameinsfélagsins (þ.e. 20% stúlkna, 15% pilta). Með hliðsjón af þessu má spyrja hvort reykingar ungmenna séu enn að verða almennari. 58
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.