Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 61

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 61
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, KRISTJANA BLÖNDAL Hvort sem við á að bera saman þessi hlutföll eður ei er áhyggjuefni hve hátt hlutfall unglinga reykir. Fjölskyldugerð unglinganna virðist ekki skipta miklu máli um reykingar þeirra. Þó kemur nokkur munur fram hjá stúlkum, þar sem algengara er bæði í 9. og 10. bekk að þær stúlkur hafi reykt oftar en tvisvar sem búa hjá móður og sambýlis- manni en í öðrum fjölskyldugerðum. Munur reynist hins vegar ekki á reykingum pilta eftir fjölskyldugerð. Þess má geta að áfengisneysla stúlkna og pilta eftir fjöl- skyldugerð sýndi svipaðar niðurstöður og hér koma fram (Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristjana Blöndal 1995:43). Velta má því fyrir sér hvort hinn algengi mótþrói stúlkna í samskiptum við móður vegna stjúpföður (sbr. Hetherington 1988) birtist í áhættuhegðun þeirra. Viðhorf unglinganna til tóbaksreykinga reynast svipuð á milli ára. Þannig er tæpur helmingur þeirra bæði árin mjög á móti því að fólk prófi að reykja. Einnig kemur í ljós, eins og raunar var búist við, að reykingar unglinganna sjálfra skipta máli um viðhorf þeirra til reykinga fólks. í 9. bekk eru þeir unglingar, sem ekki hafa prófað að reykja eða hafa prófað það í 1-2 skipti, mest á móti reykingum fólks, þá þeir unglingar sem ekki hafa prófað að reykja í 9. bekk (þegar fyrri könnunin fór fram) en hafa reykt þrisvar sinnum eða oftar þegar þeir eru komnir í 10. bekk (þegar seinni könnunin fór fram) og minnst á móti reykingum eru þeir sem þegar hafa prófað að reykja þrisvar sinnum eða oftar í 9. bekk. Þegar unglingarnir eru komnir í 10. bekk kemur einnig fram munur á viðhorfum eftir neysluhópum. Eins og áður eru þeir unglingar mest á móti reykingum sem aldrei hafa reykt eða reykt í 1-2 skipti. Aftur á móti hefur sú breyting átt sér stað að ekki er munur á viðhorfum þeirra unglinga sem hafa reykt þrisvar sinnum eða oftar, hvort sem þeir hófu slíkar reykingar í 9. eða 10. bekk. Athyglisvert er að svipuð tengsl komu fram í fyrri athugun á milli viðhorfa unglinga til neyslu áfengis og þeirra eigin áfengisneyslu (Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristjana Blöndal 1995:48-51). Ekki kemur á óvart að því oftar sem unglingarnir telja vini sína og foreldra reykja þeim mun líklegri eru þeir til að reykja sjálfir (sjá t.d. Anderson og Henry 1994). Þessi tengsl eru sterkari ef um er að ræða reykingar vinahópsins en foreldra og kemur sú niðurstaða heim og saman við niðurstöður annarra rannsókna (t.d. Duncan o.fl. 1995). Eflaust hafa reykingar vina á unglingsárum mikil áhrif á reyk- ingar unglingsins. Ekki er þó ólíklegt að unglingar, sem reykja, velji sér vinahóp sem hefur svipaða afstöðu til reykinga og þeir sjálfir, en algengt er að vinahópurinn sé endurnýjaður á unglingsárum (Youniss 1980). Tæpur helmingur unglinga telur fólk taka töluverða eða mikla áhættu með því að prófa að reykja, en nær allir þegar spurt er um áhættu við að reykja 20 sígarettur eða meira á dag. Unglingarnir virðast því gera sér góða grein fyrir þeirri áhættu sem fólk tekur með því að reykja þegar um er að ræða miklar reykingar. Margir hafa þó milda afstöðu til þess að fólk prófi að reykja þrátt fyrir hve ávanabindandi reykingar eru og er það umhugsunarefni fyrir forvarnarstarf. 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.