Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 63
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, KRISTJANA BLÖNDAL
Mikill munur á hópum 1 og 2 kom fram gagnvart reykingum og áfengisneyslu.
Jafnvel er neysla hóps 2 í 9. bekk meiri en neysla hóps 1 þegar hann er kominn í 10.
bekk. Það má því greinilega merkja strax í 9. bekk hverjir gætu verið í áhættuhópi
með tilliti til hassreykinga síðar. Bæði árin eru tóbaksreykingar hóps 3 meiri en hóps
2, þótt reykingar síðarnefnda hópsins aukist verulega á milli ára. Sömu sögu er að
segja um áfengisneyslu þeirra í 9. bekk. Ári síðar, í 10. bekk, þegar báðir hópar hafa
prófað hass, bregður hins vegar svo við að ekki kemur fram rnunur á áfengisneyslu
hópanna tveggja.
Einnig er athyglisvert að skoða tengsl á milli tóbaksreykinga uirglinga, áfengis-
neyslu þeirra og hassneyslu innan hvors árs. I samræmi við fyrri kannanir (Þor-
varður Örnólfsson og Jónas Ragnarsson 1984) kemur fram að langflestir unglingar,
sem reykja að staðaldri, drekka einnig. Með öðrum orðum: sá unglingur sem reykir,
drekkur nær undantekningarlaust. Hins vegar er ekki þar með sagt að allir
unglingar sem drekka reyki, enda kemur fram að af þeim unglingum sem ekki
reykja segjast tæp 40% í 9. bekk og ríflega helmingur þeirra í 10. bekk drekka.
Þeir unglingar, sem reykja sígarettur að staðaldri (en þeir drekka einnig nær
allir), eru mun líklegri til þess að hafa prófað hass en þeir sem ekki reykja. I því
samhengi skal draga fram að fleiri unglingar, sem bæði reykja sígarettur og drekka,
hafa prófað hass en þeir sem drekka en reykja ekki sígarettur að staðaldri. Þeir
unglingar, sem bæði reykja sígarettur og neyta áfengis, virðast því í sérstökum
áhættuhópi með tilliti til hassneyslu.
f ljósi framangreindra niðurstaðna hlýtur það að vera rnikið áhyggjuefni að
reykingar og hassneysla ungmenna virðist vera að aukast á ný á allra síðustu árum.
Áríðandi er því að leggja allt kapp á að finna árangursríkar leiðir í forvarnarstarfi.
Næstu skref í þessari rannsókn verða að fylgja þessum unglingum eftir og
athuga neyslu þeirra tæpum tveimur árum síðar, þ.e. þegar þeir eru komnir á 17. ár
eða jafnvel þegar orðnir 17 ára.
Heimildir
Anderson, A. R. og C. S. Henry. 1994. Family system characteristics and parental
behaviors as predictors of adolescent substance use. Adolescence 29:404-419.
Donnemeyer, J. F. 1992. The use of alcohol, marijuana and hard drug use by rural
adolescents. A review of recent research. Drugs and Society 7:31-75.
Duncan, T. E., E. Tildesley, S. C. Duncan og H. Hops. 1995. The consistency of
family and peer influences of the development of substance use in adolescence.
Addiction 90:1647-1660.
Hetherington, E. M. 1988. Parents, children, and siblings. Six years after divorce.
Hinde, R. A. og J. Stevenson-Hinde (ritstj.) Relationaships within Families. Cam-
bridge, Cambridge University Press.
61