Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 63

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 63
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, KRISTJANA BLÖNDAL Mikill munur á hópum 1 og 2 kom fram gagnvart reykingum og áfengisneyslu. Jafnvel er neysla hóps 2 í 9. bekk meiri en neysla hóps 1 þegar hann er kominn í 10. bekk. Það má því greinilega merkja strax í 9. bekk hverjir gætu verið í áhættuhópi með tilliti til hassreykinga síðar. Bæði árin eru tóbaksreykingar hóps 3 meiri en hóps 2, þótt reykingar síðarnefnda hópsins aukist verulega á milli ára. Sömu sögu er að segja um áfengisneyslu þeirra í 9. bekk. Ári síðar, í 10. bekk, þegar báðir hópar hafa prófað hass, bregður hins vegar svo við að ekki kemur fram rnunur á áfengisneyslu hópanna tveggja. Einnig er athyglisvert að skoða tengsl á milli tóbaksreykinga uirglinga, áfengis- neyslu þeirra og hassneyslu innan hvors árs. I samræmi við fyrri kannanir (Þor- varður Örnólfsson og Jónas Ragnarsson 1984) kemur fram að langflestir unglingar, sem reykja að staðaldri, drekka einnig. Með öðrum orðum: sá unglingur sem reykir, drekkur nær undantekningarlaust. Hins vegar er ekki þar með sagt að allir unglingar sem drekka reyki, enda kemur fram að af þeim unglingum sem ekki reykja segjast tæp 40% í 9. bekk og ríflega helmingur þeirra í 10. bekk drekka. Þeir unglingar, sem reykja sígarettur að staðaldri (en þeir drekka einnig nær allir), eru mun líklegri til þess að hafa prófað hass en þeir sem ekki reykja. I því samhengi skal draga fram að fleiri unglingar, sem bæði reykja sígarettur og drekka, hafa prófað hass en þeir sem drekka en reykja ekki sígarettur að staðaldri. Þeir unglingar, sem bæði reykja sígarettur og neyta áfengis, virðast því í sérstökum áhættuhópi með tilliti til hassneyslu. f ljósi framangreindra niðurstaðna hlýtur það að vera rnikið áhyggjuefni að reykingar og hassneysla ungmenna virðist vera að aukast á ný á allra síðustu árum. Áríðandi er því að leggja allt kapp á að finna árangursríkar leiðir í forvarnarstarfi. Næstu skref í þessari rannsókn verða að fylgja þessum unglingum eftir og athuga neyslu þeirra tæpum tveimur árum síðar, þ.e. þegar þeir eru komnir á 17. ár eða jafnvel þegar orðnir 17 ára. Heimildir Anderson, A. R. og C. S. Henry. 1994. Family system characteristics and parental behaviors as predictors of adolescent substance use. Adolescence 29:404-419. Donnemeyer, J. F. 1992. The use of alcohol, marijuana and hard drug use by rural adolescents. A review of recent research. Drugs and Society 7:31-75. Duncan, T. E., E. Tildesley, S. C. Duncan og H. Hops. 1995. The consistency of family and peer influences of the development of substance use in adolescence. Addiction 90:1647-1660. Hetherington, E. M. 1988. Parents, children, and siblings. Six years after divorce. Hinde, R. A. og J. Stevenson-Hinde (ritstj.) Relationaships within Families. Cam- bridge, Cambridge University Press. 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.