Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 73

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 73
GUNNAR E. FINNBOGASON árangur einstakra skóla og bera saman við aðra. Slíkt mat er einnig dýrt í fram- kvæmd og gefur ekki einhlítar niðurstöður. SKÓLAR MEÐ SÉRSTÖÐU Til að gera skólana eftirsóknarverða að mati frjálshyggjumanna er mikilvægt að þeir skapi sér sérstöðu og höfði til ákveðinna markhópa með námstilboðum sínum. Hugmyndin um skólanámskrá er hluti af þessari umræðu en í henni setur hver skóli fram stefnu sína og meginmarkmið. Gerð er grein fyrir námstilhögun, við- fangsefnum og valmöguleikum sem skólinn býður upp á. Hugmyndin um aukið valfrelsi innan skólans er ekki ný, því í grunnskóla- lögunum frá 1974 var gert ráð fyrir töluverðu valfrelsi nemenda í tíunda bekk grunnskólans. Minna varð úr framkvæmdum, m.a. vegna fjárskorts og skorts á námsefni. Það má vel hugsa sér, sérstaklega í efstu bekkjum grunnskóla og fram- haldsskólunum, að skólar skapi sér sérstöðu hvað varðar námsframboð og sérhæf- ingu í vissum námsgreinum. 1 framhaldsskólanum hafa valmöguleikar innan ákveðinna brauta í áfangakerfinu verið litlir. A mótunarárum áfangakerfisins, upp úr 1970, var því m.a. talið til tekna að kerfið gæfi mikla möguleika á frjálsu vali nemenda. Þróunin virðist hafa orðið önnur því valmöguleikar nemenda í dag eru ekki miklir. Ekki er við kerfið sjálft að sakast í þessu efni, því að það býður upp á þessa möguleika, heldur við innra skipulag skólanna og fjármagnsskort. Hugmyndin um móðurskóla eða kjarnaskóla er ein útfærsla á hugmyndinni um sérstöðu. í skýrslu Nefndar um mótun menntastefnu (1994:73) er þetta þannig orðað: Heimilt verði að stofna kjarnaskóla fyrir einstakar starfsgreinar eða starfsflokka í samvinnu við viðkomandi starfsgreinasamtök til að hafa forgöngu um þróunarstarf á því sviði. Fulltrúar samtaka atvinnurekenda og launþega í viðkomandi starfs- greinum eigi sæti ístjórn verkefnis um kjarnaskóla í tilraunaskyni. Kjarnaskólinn sérhæfir sig fyrir tilteknar starfsgreinar eða starfsgreinaflokka og þar skal fara fram skipulegt þróunarstarf í starfsnámi í samvinnu við aðila í atvinnu- lífinu. Ef valfrelsi er aukið þá ættu nemendur að geta valið sér skóla á grundvelli skólanámskrár og kennsluskrár skólanna. Þetta er í beinni andstöðu við núverandi stefnu að framhaldsskólarnir séu hverfisskólar. Þrátt fyrir að þetta fyrirkomulag sé sveigjanlegt að einhverju marki þá hafa sumir framhaldsskólar litið á slíka úthlutun sem nauðsyn til að eiga tilverurétt. Einnig veður að gera kröfu um að þær upp- lýsingar, sem skólinn sendir frá sér, gefi rétta mynd af starfsemi hans þannig að upplýsingarnar séu ekki misvísandi. I Bandaríkjunum er mikil óánægja meðal foreldra sem halda því fram að háskólar auglýsi þekkta prófessora sem kennara í byrjunaráföngum á háskólastigi til að laða að nemendur en síðan sé raunin önnur þegar námið hefst, þá kenni óreyndir stundakennarar á þessum námskeiðum. Vissar háskólastofnanir eiga yfir höfði sér málaferli vegna þessara vanefnda. Um leið og skólunum verður leyft að skapa sér ákveðna sérstöðu og nemendur fá frjálsar hendur um val á þeim, skapast strax samkeppni milli skólanna um nem- 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.