Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 87

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 87
JÓN SIGURÐSSON FRAMKVÆMDARATRIÐI Framkvæmd og dagleg stjórnun fræðslustarfseminnar felur vitanlega í sér marg- vísleg viðfangsefni. Hér verða nokkur atriði nefnd til þess að gefa lesanda hug- myndir um túlkun og útfærslur sumra þeirra atriða sem fram hafa komið og snerta gæðastjórnun sem ráðandi þátt stefnumótunar og skipulags í fræðslustarfi. Nokkur mikilvæg atriði varðandi framkvæmd og útfærslu verða nú nefnd í stuttu máli (Barnett 1992, Appendix, Financial Times Survey 1994:31-36, Jón Sigurðsson 1994:8). Stofnunin gerir sér formlega stefnulýsingu og yfirlit um öll helstu starfsmarkmið, bæði um næstu áfanga og misseri og einnig til lengri framtíðar. I þessari stefnu- lýsingu og framtíðarsýn eru jafnframt ákvæði um helstu leiðir að markmiðum þeim sem sett eru. Þannig gerir stofnunin sér stöðugt og með föstu millibili sjálfsmynd og mælistikur fyrir alla starfsemina. Um þessi skjöl hefur mótast sammæli meðal starfsmanna og þau hafa hlotið staðfestingu stjórnar stofnunarinnar. Á grundvelli þessara formlegu skjala eru gerðar lýsingar námsbrauta og nám- skeiða, námsvísar og námslýsingar, og endurskoðaðar reglulega. Fræðslan fylgir rækilegum kennsluáætlunum, með nákvæmum efnisatriðum sem sett eru á blað fyrir fram og námsmenn hafa í höndum frá byrjun. Meðal efnisatriða eru markmið, mælistikur, námsmat og röksemdir fyrir sérhverju námskeiðinu, námsefni, einstök viðfangsefni o.s.frv. Kennarar vinna þessa áætlun, eru bundnir af henni og hún hefur fyrir fram hlotið einhvers konar staðfestingu samstarfsmanna eða stjórnar. Eftir á er gert sams konar kennsluyfirlit. í þessum formlegu skilmálum hafa námsmat og próf eðlilegan sess og sæta stöðugri athugun og samanburði samhliða öðrum þáttum. I því efni skiptir t.d. máli á háskólastigi að lagt sé mat á upphafsstöðu námsmanna og árangur starfs og náms metinn að loknum hverjum áfanga í slíku ljósi. Allt námsmat og próf verða að standast eigið innra mat og röksemdir og liita markmiðum starfsins, jafnt um efni, form, umfang, tíðni, mælistikur og annað. Viðurkennt er í starfinu að fræðsla er annars vegar afliending og miðlun og hins vegar viðtaka eða móttaka ístöðugri próun þar sem ævinlega má gera betur og jafnan verður að fylgjast með framvindunni utan dyra skólans. Enginn kennari „á" sitt eigið svið. Allir sæta aðhaldi og meðdómendum í starf- inu, og fyrir hendi eru einhver skýr takmörk á atvinnuöryggi kennara, rannsóknar- manns og stjórnanda. Nú er staða háskólakennara afar sérstæð þar sem hann er fullgildur meðstjórnandi í stofnuninni og segja má að hann sé í reynd að sumu leyti sjálfstæður sérfræðingur, eiginlega verktaki á eigin ábyrgð, og að öðru leyti einnig sjálfstæður deildar- eða verkefnisstjóri í starfi sínu. Þetta er því flókið og viðkvæmt atriði. Áhersla er á það lögð að viðfangsefnin eru meira og minna sameiginleg, og t.d. fjalla jafningjar saman um flest það sem lýtur að fræðslustarfinu, kennararnir í sameiginlegum hópi fleiri eða færri. Meðal slíkra sameiginlegra verkefna er skipulag og skipting námsbrautar í einstök námssvið og námskeið svo að dæmi sé nefnt. Afskiptasemi allra áhugasamra starfsmanna og námsmanna, og jafnvel annarra, er vel þegin og viðurkennd. 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.