Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 95

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 95
TRAUSTI ÞORSTEINSSON SÉRKENNSLA OG UMBÆTUR í SKÓLASTARFI Þversagnir í lögum, viðhorfum og framkvæmd í greininni er því haldið fram að þversagnir i lögum og reglugerðum hafi unnið gegn virkri blöndun í skólastarfi. Því er hafnað að sérkennsla sé sérstök „hagnýt fræðigrein. 1 eðli sfnu sé hugtakið aðgreinandi og framkvæmdin lírræði i anda þeirrar flokkunar sem enn eimir eftir af í íslensku skólastarfi. í raun lúti sérkennsla sömu lögmálum kennarafræða og öll góð almenn kennsla og þvi sé engin ástæða til að efast um að almennir kennarar geti annast kennslu allra barna með fullnægjandi hætti. Mikið umrót á sér stað í íslenskum grunnskólum. Ný lög hafa verið sett og ýmsar breytingar, sem þar hafa verið gerðar, kalla á að fagfólk innan skólanna endurmeti stöðu sína og starf. Ymsum finnst að breytingar í nýjum lögum snerti lítt innra starf skólanna heldur snúi fyrst og síðast að ytri umgjörð, hinum hörðu gildum, þ.e. rekstri skólanna. Ef betur er að gáð má sjá að í lögunum felast ýmsar áherslu- breytingar, sem kennarar þekkja raunar úr faglegri umræðu. Hér er um að ræða at- riði er varða markmiðssetningu, mat, samskipti heimilis og skóla, eftirlit, fjölgun kennsludaga og vikulegra kennslustunda o.fl. sem menn geta haft ólíkar skoðanir á. Flutningurinn til sveitarfélaga getur vitaskuld einnig haft fjölþættari áhrif á starf skóla, allt eftir því hvernig á verður haldið af hálfu sveitarfélaga, kennara og foreldra. Þrátt fyrir þessar áherslubreytingar stendur markmiðsgrein grunnskólalaganna óbreytt og hefur haldist svo síðan 1974, er fyrstu grunnskólalögin voru sett. Það gefur til kynna að ekki er ágreiningur um þetta meginmarkmið meðal landsmanxia þótt menn greini á um leiðir að því og hversu vel lögin tryggja jafnan rétt allra barna. í lögunum var kveðið á um skólagöngu barna með sérþarfir og að sett skyldi reglugerð um sérkennslu. Skyldu sérmenntaðir kennarar annast þá kennslu eftir því sem við yrði komið. Sérkennsla hefur allt til þessa skipað ákveðinn sess í skóla- starfi og um hana staðið nokkurr styrr, oftar fjárhagslegur en faglegur. í nýjum lögum um grunnskóla bregður svo við að hvergi er rninnst á sér- kennslu. Þó er í 37. og 38. gr. fjallað um rétt nemenda, sem erfitt eiga með nám, til sérstaks stuðnings í námi og kveðið á um að sett skuli reglugerð um framkvæmd- ina. Nýverið gaf menntamálaráðuneytið út þessa reglugerð og nefnir hana „reglu- gerð um sérkennslu, en hún er nánast óbreytt frá þeirri er áður gilti. En þá má spyrja hvort þörf sé sérstakrar reglugerðar um kennslu nemenda með sérþarfir í Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 5. árg. 1996 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.