Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 5
Útsær
Einars Benediktssonar.
Sá orðrómur hefir lengi legið á um kvæði Einars
Benediktssonar, að þau væru svo tyrfin, að ekki væri
fyrir alþýðu manna að njóta þeirra. Þetta hefir fælt
marga frá því að kynna sér þau, enda þótt gengið hafi
um þau lofið fjöllunum hærra frá einstökum mönnum.
Einar Benediktsson hefir þannig átt að vera skáld hinna
útvöldu. En þjóðsagan um torskiljanleik kvæða Einars
er þó ekki annað en hjátrú. Það getur hver alþýðumað-
ur notið þeirra. Mál skáldsins er að eins þess eðlis, að
það setur lesandanum í byrjun allharða kosti. Hann
verður að fylgja því með athygli eða verða af auðlegð
þess og samhengi. Hverri myndinni bregður upp af ann-
ari, oft fleiri en einni samtímis. Og þessar myndir korna
ofí snögt og óvænt, eins og leiftur. Þetta kostar það,
að lesandinn verður að venjast hugsun skáldsins, leggja
það á sig í eitt skifti að kynnast lögmálum hennar. Það
er ef til vill dálítil áreynsla í svip, en upp frá því er mál
Einars Benediktssonar ekkert þyngra en annara skálda.
Og svo mikil auðlegð býr í ljóðum hans, að hún laun-
ar fyllilega stundar athygli.
Heildarmót ^eð >>Vogum“ hefir Einar Benediktsson
náð fullum þroska sem skáld. Eitt af stór-
feldustu kvæðunum þar er Útsær. Eg ætla að brjóta það
kvæði dálítið til mergjar.
Eins og nafnið segir til um, er kvæðið fyrst og fremst
náttúrulýsing, en svo er um fjöldann allan af Ijóðum
Einars. En þar með er skáldið ekki bundið við náttúru-