Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 6
212
Útsær Einars Benediktssonar.
IÐUNN
lýsinguna eina saman. Svo er ekki heldur í þessu kvæði.
Það má fullyrða, að öll helztu einkennin á máli skálds-
ins og Ijóðlist komi þarna fram. Það má af því einu
skýra lögmálin og víddirnar í skáldskap Emars, að svo
miklu leyti sem það verður gert. Um leið og maður
byrjar á kvæðinu, er maður kominn inn í ríki Einars
Benediktssonar, þar sem landamærin eru svo skýr, að
enginn getur um vilzt:
Til þín er min heimþrá, eyðimörk ógna og dýrðax*,
ásýnd af norðursins skapi í blíðu og stríðu.
Hjá þér eru yngstu óskir míns hjarta skírðar.
Útsær — þú fær mér lífsins sterkustu minning.
— Eg sé þig hvíla í hamrafanginu víðu;
eg heyri þig anda djúpt yfir útskaga grynning.
Ofsinn og mildin búa þér undir bi'ánni;
þú bregður stórum svip yfir dálítið hverfi,
þar lendingarbáran kveðst á við strenginn í ánni,
en upplit og viðmót fólksins tekur þitt gerfi.
Hendingarnar koma hér eins og djúpar úthafsöldur,
hlaðnar krafti og mætti, allar af sömu stærð og lögun,
ein af annari, með sama millibili og þunga, af sömu
lengd og fallandi. Alt er formfast og reglulegt, eins og
engin hending megi yfir aðra rísa, en allar falla jalnt
saman, af ákveðinni dýpt og hæð, sem mörkuð var í
upphafi. Og svona heldur áfram út alt kvæðið, jafnt og
þétt, alda af öldu, hending eftir hending, alt lögmáls-
bundið, felt og slétt, að eins ölduformið, en annars eng-
in tilbreytni. Og hin jafna, lögmálsbundna hreyfing verk-
ar eins og kyrð, köld og máttug. Þannig er heildarsýnin
um yfirborð kvæðisins. En hvernig verður svo, þegar
skygnst er í djúp hverrar hendingar, hverrar öldu á hafi
þessa kvæðis? Og hvernig spegla fletir hverrar um sig
fjöllin og himininn? Þegar hendingarnar ljúkast upp fyr-