Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 7
IÐUNN
Útsær Einars Benediktssonar.
213
ir okkur og við sjáum vídd þeirra og djúp og alt lífið
og allar myndirnar í þessum djúpum, þá er það, að
storka kvæðisins leysist upp í hræringu, samræmi þess
í andstæður og einræmið í fjölbreytni. Og við furðum
okkur á, hvernig undir jafn-sléttu yfirborði geta búið
svo kvik og sterk andstæðuöfl.
Er við fyrst viljum vita, hvaðan hending-
Hijomotyrkur unum kemur krafturinn, þá leitum við
hinna einstöku oróa og athugum hljóm
þeirra, áherzlu og merkingu. Það má rekja eftir öllu
kvæðinu hljómsterk og áherzluþung orð. Hljómstyrkur-
inn skapast við ákveðin hljóðsambönd. Samhljóðar eru
t. d. miklu harðari og sterkari en sérhljóðar, enda not-
ar Einar þá meira en nokkurt skáld annað og í sam-
böndum eins og str, sk, st, rk, rt, tr o. s. frv. I fyrsta
erindinu koma þannig orðin: þrá, mörk, norðursins,
skap, stríðu, óskir, hjarta, skírðar, sterkustu, skaga,
stórum, strenginn og fleiri svipuð. Alkunnugt er, að
Einar notar mikið eignarföll af nafnorðum í sterkri
beygingu, eins og hér: norðursins, fólksins. Ef mjúkt
og þýtt orð kæmi á eftir norðursins, bæri ekki svo mjög
á hörku þess, en hér í erindinu er það í sambandinu:
norðursins skapi. Hér mætast tvö s-hljóð, sem vilja
renna saman, nema skýrt séu aðgreind í framburðin-
um. Rétt á eftir kemur í erindinu orðasambandið: lífsins
sterkustu, og endurtekur sig þar sami framburðar-erfið-
leikinn. Þó má þykja gott, þegar áherzlan er ekki líka
til þess að auka á hörkuna og stirðleikann. í þriggja at-
kvæða orðinu: norðursins er þó ekki nema það fyrsta
með þungri áherzlu, en aftur á móti í orðunum: heim-
þrá, ásýnd, útskaga, upplit, viðmót, sem öll — og fleiri
til, sams konar — koma fyrir í vísunni, fara tvö áherzlu-
þung atkvæði saman. í öllu kvæðinu, og reyndar í öll-