Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 9
IÐTJNN
Útsær Einars Benediktssonar.
215
Hér er það samtenging skáldsins við hafið, sjálf mynd-
in og tilfinningin að baki henni, er áhrifin vekur;
,,eyðimörk ógna og dýrðar“ — hér fara saman þrjú
orð, voldug, hvert fyrir sig, en í líking sinni annars veg-
ar og samkveiking andstæðna hins vegar hefjast þau í
enn stórkostlegri og hrikalegri mynd með nýju lífi.
Fyrst líkir skáldið útsænum við eyðimörk, en lætur hann
jafnframt rúma tvær dýpstu andstæður: ógn og dýrð,
og lesanda kvæðisins er gefið frjálst að finna öll hin
óendanlega mörgu millistig. Þarna eru að eins opnaðar
fjarvíddir og spent yfir, en alt djúpið á milli og líf þess
og myndbrigði getur ímyndun lesandans leikið sér að
að fylla út. Við höfum að eins séð inn í eina hendingu,
undir hið felda og rólega yfirborð hennar, séð þar
streymandi tilfinning um óraveg í rúmi og tíma, frá
mætti til máttar, frá skáldinu til útsævarins, er það
minnist frá bernsku úr fjarska, og við höfum séð mynd
sævarins í tilkomumestu, ýtrustu andstæðum hans og
jafnframt einingu þeirra, mynd þeirrar einingar, eins og
hún rúmar andstæðurnar. Maður getur af þessu fengið
nokkrá hugmynd um, hvar erfiðleikarnir liggja við að
njóta kvæða Einars Benediktssonar. Lesandinn þarf í
rauninni að geta séð margar myndir samtímis: Ógn hafs-
ins er mynd út af fyrir sig, dýrð hafsins er önnur mynd,
og sú þriðja er eining þessa hvors tveggja: eyðimörk
ógna og dýrðar, auk annara mynda, er í þessu sam-
bandi stíga upp í huga lesandans.
. Eins og gert hefir nú verið með fyrstu
endmgar. kyæðisins, mætti taka fyrir
hverja setningu þess og hendingu og sýna, hvernig þær
eru bygðar af andstæðum og samtengslum, hvernig
skiftist á spenning og lausn, hvernig orðin eins og vega
hvort að öðru eða fallast í faðma, sýna líkingar og mynd-