Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Síða 10
216
Útsær Einars Benediktssonar.
IÐUNN
ir. í hendingunni: „Þú bregður stórum svip yfir dálítið
hverfi“, rísa orðin stórum og dálítið eins og hvort gegn
öðru, þau eru látin stilla sér saman, svo að sem bezt
kenni hæðarmunar. Svipað er í hendingunni: „eg heyri
þig anda djúpt yfir útskaga grynning“ um orðin djúpt
— grynning. Gaman er að athuga setningu eins og þessa
í byrjun fjórðu vísu: „Til lands sækir djúpsins líf“.
Þar er Iand og djúp eins og andstæður. Það er í senn
eins og þau heyri saman og vídd sé á milli. Og sögnin
sækir líkt og kviknar milli hinna andstæðu skauta, er
draga hvort annað að sér. Það er ekki alt af sem orðin
tendrast svona milli andstæðna, stundum geta þau breiðst
eins og vængur yfir þær, t. d. „Ofsinn og mildin búa þér
undir bránni“. Andstæðurnar: ofsinn — mildin, leita
sameiginlegs lífs undir bránni, svipnum. Þar upphefjast
andstæður orðanna og eignast nýja mynd. Það er svo
margt í viðskiftum og samlífi orðanna, jafnvel í þessu
eina kvæði, að það tæki óendanlegan tíma að kynna sér
það alt. Stundum koma orðin með snöggu viðbragði inn
í hendingarnar, og maður skilur ekki, í hverju það get-
ur falist. Þetta finst sérstaklega glögt á einum stað í vís-
unni, sem eg ætla nú að tilfæra (þriðja erindi kvæðisins) :
Mér er sem eg skygnist yfir sædjúpsins jarðir —
þar er ekki hljómi líft né geisla af degi.
En eins og vindar leiða hlíðanna hjarðir
hafbúann straumurinn áttar á sporlausum vegi.
Og ijósgjafa-augu svipast um undirsjáinn.
Þar sækja hafsins múgar sinn óraróður;
og vegast á til bana i lágum legi,
leiknir í fangbrögðum dauðans, varir og harðir.
Þar beita sér tálkn og bþrðar á rastanna gróður,
með bítandi tannir og skafla hvassa sem ljáinn.
Það er eftirtektarvert, hvernig í smáorðinu varir í
hendingunni: „leiknir í fangbrögðum dauðans, varir og