Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 12
218
Útsær Einars Benediktssonar.
IÐUNN
Myndir og
iíkingar.
harðir“ felst nákvæmlega þacS, sem skáldið vill túlka. I
hendingunni er beinlínis eins og lifi í orðinu varir við-
bragð eða snögg hreyfing, en er það frekar í orðinu
sjálfu en skipun þess í setningunni? Væri t. d. smáorð
eða samtenging á undan því, eins og vera ætti að réttu
lagi, þá misti það þennan eiginleika sinn; en við skul-
um veita því athygli, að þetta er eina orðið í vísunni,
sem snarar sér fyrirvaralaust að orðinu á undan án
nokkurs áherzlulauss milliliðs. Engri annari hendingu í
erindinu er skift með kommu. Þessi óvæntu afbrigði hafa
sín áhrif. En ekki er tími til að benda á fleiri svona at-
riði, því við margt er að fást í kvæðinu.
Eg ætla næst að víkja að einstökum mynd-
um og líkingum, síðar kemur að því að
greina lögmál þeirra og sambönd. í raun-
inni eru það ekki hin einstöku orð, sem gera mál kvæð-
anna þungt og torskilið, heldur samstiíling orðanna í
myndum, andstæðum og líkingum. En ekkert af þessu
er eins erfitt eins og virzt getur í fljótu bragði. Maður
þarf að eins að kunna á skáldið, þekkja takmörk þess
og víddir, aðferðir og sjónarmið, finna lögmálin fyrir
hugsun þess og máli. í vísunni, sem seinna var tilfærð,
er uppspretta líkinga og mynda. Með orðasambandinu
sædjúpsins jarðir bregður skáldið upp mynd af hafsbotni
og tekur þar líkingu af landi, en það notar hvorki orðið
hafsbotn eða land, þau hefðu bæði verið of algeng og
smágerð. Sædjúpsins samsvarar fyrst myndinni að styrk
og stórfengleik, eins jarðir, fleirtölumyndin, og þegar
orðin koma saman — sædjúpsins jarðir — er myndin
fyrst fullkomnuð. Fyrir sjónir lesandans stígur upp eitt-
hvað feikilega stórbrotið og risavaxið. Og ægileiki þess-
arar myndar og voðamyrkur sædjúpsins skýrist ásýni-
lega í næstu hendingu, jafn-einföld og hún annars virð-