Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 14
220
Útsær Einars Benediktssonar.
IÐUNN
kvæðið sjálft verður tilkomumeira, með stærri víðern-
um. Þá opnast fyrst víddir þess, og það verður rúmt og
frjálst í heimi kvæðisins og bjart yfir heiminum.
En hvar eru takmörkin og hvar lögmálin fyrir mynd-
um líkinga og andstæðna í ljóðum Einars Benediktsson-
ar? Er ekki eins og auður þeirra sé takmarkalaus og
lúti engum lögmálum? Einar sér um alla heima, jafnt
djúpin sem hæðirnar. En hvert skáld og hver tími á þó
sínar takmarkanir, og alt fylgir einhverjum lögmálum,
jafnt í heimi Ijóða og lífs. Einar Benediktsson hefir sín
ákveðnu sjónarmið, og hann yrkir á sérstakan hátt. Er
við höfum séð til botns í eina mynd ljóða hans, hvaðan
líkingar og andstæður spretta, þá er strax auðveldara
um aðrar. Það er fyrst og fremst óbrigðult sérkenni
Einars Benediktssonar að draga fyrst upp heildarmörk
þess sviðs, er hann ætlar að lýsa, afmarka það skýrt í
rúmi og tíma. Hér er hið stórfenglega yrkisefni: Utsær.
Skáldið dregur strax andstæðumyndir yfirborðs hans og
eining þeirra. Þá sýnir það afmörkun rúms hans í hend-
ingunni: ,,Eg sé þig hvíla í hamrafanginu víðu“. Tak-
mörk sævarins að utan er landið, sædjúpsins jarðir eru
undir, og yfir er himininn, og enn fremur er gefin heild-
armynd alls, er djúp sævarins rúmar. Þannig er útsær-
inn skáldinu afmörkuð heild, er það getur brugðið upp
og rúmað í einni mynd. Þá koma til greina víxláhrif
hafsins og annara stórvelda náttúrunnar. Og allar sýnir
verða þá ýmist í líkingum eða andstæðum. Af saman-
burði við land og himin skýrist mynd hafsins. Við sam-
leik þessa tendrast margar myndir kvæðisins. Útsærinn,
landið og himininn eru eins og þrjár höfuðpersónur í
kvæðinu og leika hver sitt hlutverk. Það er afar gaman
að athuga allan þann leik og öll þau viðskifti, og við
það leysast upp andstæður kvæðisins. Lítum fyrst á