Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Síða 15
IÐUNN
Útsær Einars Benediktssonar.
221
samleik landsins og hafsins. Hann er mjög margbreyti-
legur, ýmist léttur og gamansamur, er „lendingarbáran
kveðst á við strenginn í ánni“ eða harður og hatram-
ur: „Grunnsjórinn beljar um voginn svo jarðirnar
nötra“, eða alvarlegur og örlagaríkur: „hart þú bind-
ur að ströndunum líkfölu tröfin“ og „þá er eins og líði
af landinu svipir af harmi“. En þrátt fyrir þessi marg-
víslegu og oft hörðu viðskifti, er eins og land og haf
þrái sterkt hvort annað, og stundum kallar særinn „af
fjöru að fjalli, en fjötruðu strandirnar bergmála einum
munni“ og „til lands sækir djúpsins líf“. Þó er sam-
dráttur himins og hafs enn þá sterkari og annars eðlis.
Himininn er þrá hafsins, djúp og ástríðurík: „Þá ham-
astu, tröllið. í himininn viltu lyfta hyljum þíns eigin dýp-
is og álögum svifta“. En stundum fá þau að njótast:
„Þinn barmur aðeins hrærist og hljóðlega stígur, er
himneska segulfangið á móti þér hnígur“. Við sjáum af
þessu, hvernig land, himinn og haf er gert að persónum.
Utsærinn á norðursins skap, hann lyftir bylgjubarmi,
augu hans lykjast undir helsvörtum hvarmi, en stund-
um vakir lágeislinn á þúsund sofandi augum hans. Ot-
særinn brýnir róminn, er með flakandi slæður, hann er
andvaka um mánaóttuna o. s. frv. Stundum líkist hann
óvætt; þá hamast hann, beljar, bryður gaddinn, bregð-
ur hrömmum. Stundum vefjast skuggarnir á yfirborði
hann löngum örmum eða mæna til stjarnanna.
Landið og himininn koma fram sem mótleikarar hafs-
ins, og skapast við það andstæður og víddir í kvæðið.
En þessi náttúruveldi eru andstæður að eins í ytri mynd
sinni. Eins og dalur og fjall eiga þau sameiginlegar ræt-
ur. Um leið og skáldið fer að skygnast dýpra í eðli
þeirra, sér það líkingar í stað andstæðna. Og Einar
Benediktsson horfir ekki lengi svo á ytri mynd náttúr-