Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 18
224
Útsær Einars Benediktssonar.
IÐUNN
Á firðinum varpar öndinni einstöku reyður,
og uppi við land kasta sporðar glampandi baugum.
Báruraddir í vogavöggunum þegja.
Ein vísa er aðeins hvísluð niðri í ósi.
Tíminn er kyr. Hann stendur með logandi ijósi
og litast um eftir hverju, sem vill ekki deyja.
En næsta erindi á eftir bregður upp fullkominni and-
stæðu:
En stoltastur ertu og stærstur í roki á haustin.
Strandmölin grýtir landið. Þú seilist í naustin.
Skýin þau hanga á himninum slitin í tötra. —
Það hriktir í bænum eins og kippt sé í fjötra.
— Þá bryðurðu gaddinn við grúfandi bátastefnin.
Grunnsjórinn beljar um voginn svo jarðirnar ötra.
En hafáttin er í húmi og blikum til s'kifta;
hún hleypir skammdegisbrúnum föl undir svefninn.
Þá hamastu, tröllið. í himininn viltu lyfta
hyljum þins eigin dýpis og álögum svifta.
Það er ekki um neitt samræmi að ræða í samsetning
kvæðisins eða byggingu þess. Þrátt fyrir það, að erind-
in koma sum þannig fram, sem andstæður eða líkingar
hvert við annað, t>á heyrir það ekki til ákveðinnar bygg-
ingar kvæðisins. Andstæður og líkingar eru lögmál fyr-
ir sjón skáldsins. Sjálft hefir skáldið sennilega ekki gert
sér grein fyrir þeim lögmálum, en þau hlutu eins að
koma fram í erindunum eins og hendingunum. Þó gera
þau það ekki reglulega, og sýnir það, ásamt fleiru, að
skáldið byggir ekki kvæðið.
Mörgu skáldi, sem hefði tekið sér yrkisefnið Utsær,
hefði þótt nóg að lýsa einni mynd hafsins, einni stemn-
ingu þess, t. d. kvöldkyrðinni, sólarlagi eða roki að
hausti. Það þætti nægilega yfirgripsmikið efni að lýsa
myndbreytingum hafsins í logni og roki. En hvorugt