Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Qupperneq 19
IÐUNN
Útsær Einars Benediktssonar.
225
þetta lætur Einar Benediktsson sér nægja. Hann reynir
ekki einungis að ná yfir allar myndbreytingar hafsins,
heldur alla afstöðu þess til annara stórvelda náttúrunn-
ar, lands og himins og enn fremur mannfélagsins. Og
hinar ytri myndir nægja heldur ekki, þótt hinar stærstu
f jarvíddir séu teknar; skáldið verður að skygnast í djúp
hafsins, skýra eðli þess, skilja brimtárin og alt líf hafs-
ins, og þó ekki út af fyrir sig, heldur í sambandi við
eðli og líf allra hluta. Kvæðið verður því ekki nema
að einu leyti lýsing hafsins, jafnt yfirborði þess og djúp-
anna, það verður almenn náttúru- og mannfélagslýsing,
þar sem leitað er almennra lögmála og eðlis dauðra
hluta og lifandi. Sjálf lýsingin á hafinu er slitin sundur
í miðju með erindi, sem dregur fram líkingu hafsins og
félagslífsins. Og þegar þrjú erindi eru eftir af kvæðinu,
slítur skáldið lýsingunni fyrir fult og alt og fer út í
heimspekilegar útleggingar. Um samfelda heildarlýsingu
á hafinu er alls ekki að ræða, og lýsing þess, eins langt
og hún nær, en heldur ekki bygð upp, víðsýn og djúp-
sýn fer hvor innan um aðra, og inn í lýsingu hafsins
koma ýmsir aðrir þættir, heilar hendingar, sem standa
sjálfstæðar og eru annars eðlis. Þetta er ekki einsdæmi
um kvæðið Utsær, heldur sameiginlegt einkenni á ljóð-
um Einars Benediktssonar. Allur þorri þeirra er náttúru-
lýsingar, en inn í þær er brugðið öðrum þáttum, svo að
heildarmynd flestra kvæðanna raskast. Og það er ein-
mitt þessi tvískinnungur í bygging kvæðanna, sem ger-
ir manni einna erfiðast um að njóta þeirra. En það er
alveg nauðsynlegt skilyrði til að skilja kvæðin, að mað-
ur glöggvi sig á þessum tvískinnung, geti rakið aðal-
þráð kvæðanna, án þess að láta aukaþræðina trufla
sig. Ef meta á kvæði Einars réttilega, þá verður að
greina að meginefni þeirra og ýmsan spuna, sem um það
IÐUNN XIX 15