Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Qupperneq 20
226
Útsær Einars Benediktssonar.
IÐUNN
er ofinn; að minsta kosti verður maður aS geta gert
sér grein fyrir lögmálum þessa. Og hér er í rauninni að
eins um nýja mynd sömu sjónar að ræða, andstæður,
sem eg hefi ekki enn minst á, og þó einmitt þær and-
stæður í kvæðum Einars, sem liggja til grundvallar öll-
um öðrum: andstæðurnar milli veruleika og hugmynd-
ar, efnis og anda. Þessar andstæður liggja svo djúpt í
eðli skáldsins, að öll sjón hans markast af þeim, og
Einar var alt sitt Iíf, í öllum sínum kvæðum og íhugun-
um að leita að eining þeirra. Þess vegna er það, sem
skáldið leitar svo djúpt í eðli hlutanna að öllu því, er
sameinar þá og tengir, og gengur jafnvel oft svo langt
í þessum sökum, að það þurkar út einstaklingsmynd
þeirra og sér ekkert nema það sameiginlega. Þannig
finnur það oft augnablik, er það dvelur í einingu og
samræmi alls. En jafnótt hrekkur það aftur yfir í and-
stæðumyndirnar, hið óbrúanlega djúp. í sumum erind-
um kvæða sinna gleymir Einar sér í einingarmyndum.
Þá sér hann, að alt er af einu fætt, að efni og andi eru
ekki annað en tvær myndir eins og hins sama. Þá reynir
skáldið, eins og hér í kvæðinu, að sjá myndir andans
greyptar í form efnisins, sjá hugmyndirnar lifa í svip
hafsins. Þá birtist heimspeki eins og sú, er hér fer á eftir:
— Þá skil eg að heiðnin lifir aldanna æfi
með ódáinshallir, reistar í norðlægum sævi.
----Að drykkju er Ægis hirð í hylgrænum klæðum.
í hálfri gátt stendur Lokasenna frammi.
Og landbrimið mælir á mig í kraftakvæðum •—
vor kynstofn reis hæst i lífsins og guðdómsins fræðum.
Skáldið sér beinlínis trú feðranna speglast og lifa í
myndum hafsins, sér sama eðlið í heiðninni og hafinu,
landbrimið og kraftakvæðið er sama aflið, guðirnir og