Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Qupperneq 21
IÐUNN
Útsæi' Einars Benediktssonar.
227
náttúruöflin eru eitt og hið sama, þau yrkja í kveðandi
brims og bylja, fræði guðdómsins og lífsins tendrast í
eitt, eru sama eðlis. Með öðrum orðum: veruleiki og
hugmynd, efni og andi eru sömu myndir.
í öllu þessu sést tilraun skáldsins til þess að sætta and-
stæðurnar, en þó eru þær svo djúpt greyptar í vitund
þess og huga, að þær greinast jafn-harðan aftur. Strax
á eftir erindinu, sem eg tilfærði, koma þessar hendingar:
Fornhelga spekin veit að afl skal mót afli,
en andanum gefur hún seinasta leikinn í tafli.
Það er: þrátt fyrir alla sameining, þrátt fyrir marg-end-
urtekinn skilning á því, að efni og andi séu að eins ólík-
ar myndir hins sama, þá skal samt andinn vera aðskil-
inn frá efninu, skal hann samt vera eitthvað annað og
æðra en það. Alt af skal þetta sitja fast í skáldinu. Við
ráðning þessa er hugur þess alt af að glíma, án þess að
finna hana nokkru sinni. En í hverju efni, sem skáldið
tekur til meðferðar, í allar lýsingar sínar á raunveru-
legum hlutum blandar það alt af hugmyndunum inn í,
hugsun þess liggur alt af frá veruleika til hugmyndar, í
hverju kvæði. Stundum á sér stað augnabliks eining, en
andstæðurnar gína stöðugt við aftur og valda tvískinn-
ungi í öllum kvæðum skáldsins. Samruni veruleika og
hugmyndar, efnis og anda, er aldrei fullkominn í neinu
kvæði Einars Benediktssonar, en þrá hans til sameining-
ar kemur á sáttum milli þeirra í einstökum hendingum
og erindum. Þessa þrá sáum við glögt speglast í and-
stæðumyndum hafs og himins, t. d. í þessari setningu:
„í himininn viltu lyfta hyljum þíns eigin dýpis og álög-
um svifta“. Þessi þrá hafsins, að vilja lyfta hyljum síns
eigin dýpis til himins, er þrá veruleikans til að samein-
ast hugmyndinni, þrá efnisins eftir að tengjast í eitt með