Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 23
IÐUNN
Útsær Einars Benediktssonar.
229
ingur kvæðisins felur í sér aðra afstöSu skáldsins til
yrkisefnisins. Inn í mynd sævarins er ofin öll reynsla
skáldsins, öll þekking þess, alt það í lífi þess, sem hefir
tengst hafinu, líkst því eða skýrst við það. Kvæðið
verður táknrænt, útsærinn verður líking af lífinu í ýms-
um myndbrigðum þess, og þó fyrst og fremst í lögmál-
um andstæðna og eininga. Myndir hafsins stíga því ekki
upp hver af annari, heldur eru þær skýrðar jafn-óðum,
lífsreynslu skáldsins er brugðið í þær, í orðaval, líking-
ar og mál kvæðisins. Kvæðið er ekki ort fyr en hafið
er orðið blóð og hræring og mynd í lífi skáldsins. Heil-
leiki þess raskast því ekki fyrir þá sök, að kvæðið sé
ekki nægilega samrunnið lífi skáldsins, heldur af því að
líf skáldsins sjálfs átti enga einingu, heldur þjáðist í
andstæðum.
En hvað liggur þá til grundvallar þessum
a / . °s andstæðum f Iífi Einars Benediktssonar?
s amtiminn.
Hver er hin upphaflega orsök peirrar sjón-
ar, er fram kemur í Utsæ og öðrum kvæðum hans?
Hvort sem menn vilja heyra það eða ekki, þá eru það
andstæður þess samfélags, er skáldið lifði og starfaði í.
Það er skamt séð að vilja að eins rekja andstæður
kvæðisins til persónu höfundarins, því að sú persóna er
ekki einangruð, heldur bundin í mannlegt samfélag og
háð lögmálum þess. Oneitanlega er Einar Benediktsson
sterkur einstaklingur, mikill persónuleiki, en hann er
líka, ekki sízt þess vegna, mjög bundinn samfélagi síns
tíma, og skap hans er þrungið tíðarandanum. Það er
afar merkilegt að veita athygli í kvæðum Einars hinum
sterku átökum hans við náttúruna og lífið fyrir utan
hann. Hinn sterki persónuleiki heimtar vald yfir hlutun-
um, heimtar að geta brotið þá til mergjar og öðlast
skilning á þeim. Þess vegna byrja kvæði Einars nærri