Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Síða 24
230
Útsær Einars Benediktssonar.
IÐUNN
undantekningarlaust á lýsingu einhvers ytra, helzt ein-
hvers, sem er stórkostlegt og erfitt er að lýsa. Þannig
vaknar kvæðið éins og þrá skáldsins eftir að ná tökum
á erfiðum hlut fyrir utan það, hefst sem glíma við yrkis-
efnið, löngun til að ná valdi yfir ]pví í máli. Við hvert
kvæði, sem Einar byrjar að yrkja, er hann sterkur ein-
staklingur, sjálfstæður og óháður hlutunum fyrir utan.
Hann vill vera drottnari þeirra, vill draga þá til sín, gera
sér skarpa grein fyrir þeim, geta túlkað í máli alla ásýnd
þeirra. Það er augljósara hjá honum en flestum skáld-
um öðrum, að málið er vald mannsins yfir hlutunum.
Einar Benediktsson bíður ekki eftir því, að hlutirnir
tali til hans, að áhrif þeirra veki stemningu hans. Hann
byrjar kvæðið áður en hann er samstiltur yrkisefninu,
sem drottnandi einstaklingur, sigurviss, stoltur persónu-
leiki, sem getur látið hlutina lúta sér og sveigt þá undir
lög málsins. En þegar skáldið hefir glímt um stund við
efnið, fundið tök sín og vald á því, hefst samstillingin,
og þau umskifti geta orðið, að efnið nái valdi á skáld-
sálinni. Þá brotna einstaklingsveggirnir, og áhrifin utan
að flæða yfir skáldið, magna það, samtendrun og víxl-
áhrif eiga sér stað. í viðskiftum skáldsins við umheim-
inn er sama lögmálið og annars staðar, sterkar andstæð-
ur og eining. En þetta er jafnframt dæmi um viðskifti
þess og mannfélagsins. Samtímis því, að Einar Bene-
diktsson er sterkur persónuleiki og einstaklingur, er hann
gersamlega háður samtíð sinni. Hann vildi ná valdi á
henni og sveigja hana undir lögmál sinnar íslenzku
tungu. Atök samtíðarinnar og hans eru áþreifanleg í
kvæðunum. En í mætti sínum, hugmyndum og óskum,
braut samtíðin alla flóðgarða einstaklingsins, flæddi inn
í sál skáldsins og stilti hana til samræmis við sig. Alt,
sem í samtíðinni berst og bærist, íslenzkt og erlent,