Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 27
IÐUNN
Útsær Einars Benediktssonar.
233
og eining hins andstæðuríka lífs, og má finna þetta glögt
í hinum lyriska blæ í síðasta erindi kvæðisins:
— Sem leikandi börnin á ströndu, er kætast og kvarta,
með kufung- og skel frá þínu banvæna fangi,
eg teyga þinn óm frá stormsins og straumanna gangi,
stirnandi, klölcka djúp, sem átt ekkert hjarta.
— Missýnir, skuggar, mókandi ey og drangi,
myndaskifti þín öll, þau skulu mér fylgja.
Þó kalt sé þitt brjóst, þar sem blikar geislanna sylgja,
þó björgin þú knýir til ákalls, en svarir ei neinu,
alt það, sem hjúpur þíns hafborðs gerir að einu,
hníg-ur að minni sál, eins og ógrynnis bylgja.
Kristinn E. Andrésson.
Velþeim, sem hneykslunum veldur! Sú staðreynd, að
margir lesendur hneykslast ó skrifum bersögulla og sann-
leiksunnandi rithöfunda, gerir í raun og veru rithöfundunum
að skyldu að halda ófram að hneyksla. Þeir, sem ekki þola
að heyra naktan sannleikann, eru annað tveggja, fáfróðir
heimskingjar eða siðferðilegar vanmetakindur. Fáfræðingun-
um verður að kenna, hinum á að refsa, ef ske kynni að þeir
bættu ráð sitt. Hvoru tveggja markmiðinu verður bezt náð
með því að hneyksla þetta fólk aftur og aftur. Þeim, sem ýf-
ast við hverjum nýjum sannleika, er ekkert hollara en að svíða
undan honum, og ef hin óþægilegu sannindi eru endurtekin
nægilega oft, hverfur sviðinn smátt og smátt. Það endar með
því, að bæði fáfræðingarnir og vanmetakindurnar snúast til
heilbrigðara viðhorfs og læknast af sannleikshatri sínu. Sann-
indi, sem hneyksla fjöldann ó meðan þau eru ný og á fárra
vitorði, hætta að hneyksla, þegar þau eru orðin útbreidd og
víðkunn. Því ætti það að vera skylda vor að útbreiða þau. Og
það ætti einnig að vera oss ánægja.
Aldous Hiuoley.