Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 28
Kosningarnar í Svíþjóð
(Útvarpserindi, flutt 8. okt.)
[Ragnar E. Kvaran lét þess getið, er hann léði Iðunni
eftirfarandi útvarpserindi til birtingar, að ef brottför hans
úr bænum hefði ekki hamlað, myndi hann hafa kosið að skýra
nokkuð ítarlegar frá kosningunum í Svíþjóð. Sérstaklega
saknaði hann þess að geta ekki skýrt frá afstöðu efri deildar
þingsins til stjórnarinnar og sagt nákvæmar frá samstarfi
Alþýðuflokksins og bændanna. En þótt höf. hafi ekki átt kost
á að segja hér nema hluta af því, sem hann hefði óskað, má
telja víst, að lesendum Iðunnar muni þykja fengur í þeim
fróðleik, sem hér er á borð borinn. Ritstj.~\
Eg sagði frá kosningum til Landsþingsins í Danmörku
á fimtudaginn var. í kvöld ætla eg að segja nokkuð frá
nýafstöðnum kosningum til ríkisþingsins sænska. Eg
þóttist færa að því rök um dönsku kosningarnar, a’S
þær væru þess eSlis, að sjálfsagt væri fyrir íslendinga
að veita þeim athygli, en ekki á það síður við um kosn-
ingarnar í Svíþjóð. Yfirleitt er það um sögu Svía á síð-
ari árum að segja, að hún er stórlega eftirtektarverð,
enda er nú mikið um þá þjóð skrifað víða um heim og
mörgum virðist hún hafa sýnt, að hún geti verulega og
varanlega fyrirmynd gefið í ýmsum efnum. T. d. má
segja, að Svíar séu eina þjóðin í Evrópu og Ameríku,
er ráðið hafi niðurlögum heimskreppunnar í sínu landi.
Er því ekki ófyrirsynju þangað litið og leitast við að
átta sig á þeirra pólitísku háttum.
Utvarpshlustendur hafa þegar fengið þær fregnir, að
Alþýðuflokkurinn hafi borið hæstan hlut í kosningun-