Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Síða 29
IÐUNN
Kosningarnar #í Svíþjóð.
235
um, enda hefir sá flokkur nú tekið við stjórn með
Bændaflokknum, sem honum stendur tiltölulega nærri
að hugsunarhætti. Skal nú fyrst sagt Iítið eitt frá til-
drögum kosninganna og aðdraganda, en síðan gerð
grein fyrir höfuðstefnum.
I dag eru 18 dagar liðnir frá því að kosningin fór
fram (20. sept. síðastliðinn), en þá voru liðin 4 ár frá
fyrri kosningum, enda er það venjulegt kjörtímabil. En
stjórnin, sem tók við völdum 1932, fór frá völdum í
júnímánuði eða fjórum mánuðum fyrir kosningarnar.
Mótstöðuflokkarnir höfðu til samans meiri hluta í þing-
inu og neyddu stjórnina til þess að fara frá, þegar þeim
þótti bezt henta til undirbúnings fyrir kosningarnar. Var
hægri flokkurinn mestu um þetta ráðandi. Var það ætl-
un þess flokks að koma á samsteypustjórn allra þeirra,
sem ekki voru í Alþýðuflokknum. Stjórnin var því
neydd til þess að fara frá, en fyrirætlanir hægri manna
brugðust þó alveg. Bændaflokkurinn skarst úr leik með
sambræðslustjórn, og svo fór að lokum, að einmitt þess-
um flokki var falin bráðabirgðastjórnin fram yfir kosn-
ingar. Var það hið fyrsta verk hinnar nýju bráðabirgða-
stjórnar að lýsa því yfir, að hún ætti enga samleið með
hinum íhaldssamari flokkum um það, hversu ráða ætti
fram úr atvinnumálum þjóðarinnar, enda hreyfði hún
að engu leyti við stjórnarráðstöfunum fyrirrennara
sinna. Hefir þessi samdráttur milli Bænda- og Alþýðu-
flokksins orðið enn meiri eftir kosningarnar, því að
hvorir tveggju standa nú að stjórninni.
Flestum óhlutdrægum mönnum utan Svíþjóðar hefir
virzt þessi aðferð mótstöðuflokkanna, að fella stjórn-
ina fáum mánuðum fyrir kosningar, án þess að hafa
tryggingu fyrir því að geta tekið við, vera frekar lítið
í anda þingræðisins. Hitt hefði virzt réttara, að lofa