Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 30
236
Kosningarnar í Svíþjóð.
IÐUNN
stjórninni að sitja út kjörtímabilið, svo að dómur þjóð-
arinnar félli þá fyrst og fremst um hennar gerðir og
stefnu. En þó ekki væri til þess stofnað, þá hefir þó svo
farið, að allar umræður hafa í raun og veru snúist um
þetta: Hefir Alþýðuflokkurinn sýnt sig verðan þess að
fara með stjórnina í landinu?
Alþýðuflokkurinn sat við stjórn í 3% ár, og er það
lengri stjórnartíð en nokkur önnur sænsk stjórn hefir
notið síðan 1911. En þessi ár hafa valdið miklum breyt-
ingum í landinu. Áherzlan hefir einkum verið lögð á
aukinn landbúnað og opinbera vinnu. Og þetta hefir
þrýst atvinnuleysingjafjöldanum ofan í rúm 20,000
manns. Kemur hér ekkert land til samanburðar í Ev-
rópu, því að á þessu tímabili hafa vitaskuld bæzt við
hundruð þúsunda nýrra verkamanna, svo að auðsætt
er, að miklu hefir verið bætt við um atvinnumöguleika.
Alþýðuflokkurinn sænski nefnir stefnu sína farsældar-
eða hagsældar-pólitík. Um þessa stefnu fóru kosning-
arnar fram.
Þegar stjórnin neyddist til þess að fara frá í júní-
mánuði, var það í sambandi við umræður um land-
varnarmál. Ætlaðist hægri flokkurinn til þess, að það
mál yrði höfuðmál kosninganna. Eins og kunnugt er, eru
nú slíkar viðsjár með mönnum í Norðurálfunni, að flest-
um þjóðum þykir öryggi sínu svo bezt borgið, að her
og varnir séu sem öflugastar. En alt um það tókst ekki
að tendra verulegan áhuga fyrir róttækum breytingum
í þessa átt í Svíþjóð. Stjórnin hafði lýst því yfir, að
hún væri fús til þess að auka framlög til hervarna frá
því, sem upphaflega hafði verið til stofnað, en krafð-
ist þá jafnframt, að þessi auknu fjárframlög yrðu ekki
látin tefja félagslegar umbætur, heldur yrðu útgjöldin
tekin í sköttum af ríkismönnum. Þessa tryggingu vildu