Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Síða 31
IÐUNN
Kosningarnar í Svíþjóð.
237
mótflokkarnir ekki gefa, og ef til vill þess vegna veitt-
ist þeim erfitt að gera hervarnarmálin að aðalmáli við
kosningarnar.
Fyrir þessar sakir hefir svo skipast, að þegar til kom,
snerist aðal-umtal íhaldssamari flokkanna um „ríkis-
rekstur“ og „einokun“. Var því haldið fram, að skipu-
lags-pólitík stjórnarinnar væri sama sem allsherjar ríkis-
einokun allra hluta. Var sérstök áherzla lögð á að ná til
verzlunarstéttarinnar með þessa túlkun á gerðum stjórn-
arinnar, en sú stétt virðist ekki hafa getað samsint þeirri
túlkun. Þetta er skiljanlegt, þegar þess er gætt, að
verzlunarumsetningin í landinu hefir margfaldast við
þær aðgerðir stjórnarinnar að veita fé út til atvinnu-
aukningar.
Þegar kosningarnar fóru fram, tóku þessir flokkar
þátt í baráttunni:
1. Alþýðuflokkurinn, sem þegar hefir verið sagt lítið
eitt frá og meira verður síðar um rætt. Hafði sá
flokkur 101 þingmann.
2. Hægri flokkurinn, sem átti 52 þingmenn.
3. Bændaflokkurinn, sem fór með bráðabirgðastjórn-
ina fyrir kosningarnar og nú hefir gert samband
við Alþýðuflokkinn, 37 þingmenn.
4. Þjóðflokkurinn og svokallaðir frjálslyndir (liber-
alar), samanlagt 25 þingmenn.
5. Kilbom-kommúnistar, sem hafa sagt sig úr lögum
við bolsevíka í Rússlandi, 8 þingmenn.
6. Sillén-kommúnistar, sem standa í nánu sambandi
við Rússa, 2 þingmenn.
7. Þjóðernisflokkur með nazistiskum tilhneigingum, '
3 þingmenn.
8. Annar þjóðernisflokkur með ákveðnari nazistisk-
um tilhneigingum, 2 þingmenn.