Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Síða 35
IÐUNN
ICosningarnar í Svíþjóð.
241
an af erfitt með að átta sig á, að þeir gætu átt samieið
með stjórninni. Þeir vissu, hvar skórinn krepti að þeim
sjálfum, og að þeir fengu oft lítið fyrir vöru sína, sér-
staklega vegna þess, að þeir gátu ekki selt nógu mikið
af henni. Þeim virtist því framan af pólitík stjórnarinn-
ar miðast mest við að bæta kjör almennings í borgum
og í iðnaði. En nú eru þeir farnir að sjá, að þeirra
eigin heill verður alls ekki greind frá hag verkamanna
og iðnaðarmanna, m. ö. o. borgarbúa. Kaupmáttur borg-
anna er þeirra líf og hagur. Enda hafa þeir nú gert end-
anlegt bandalag við stjórnarflokkinn.
Eins og bent var á í upphafi þessa máls, má með full-
um rétti segja, að ríkisstjórnin sænska hafi brotið á bak
aftur áhrif þess fyrirbrigðis í alþjóðaviðskiftum og at-
vinnuháttum, sem nú um svo sorglega langan tíma hefir
gengio undir nafninu kreppan. Framleiðsla iðnaðarins
er nú 20% meiri en hún var 1929. Ef ríkið kipti ;iú að
sér hendinni, þá er ekki talið ósennilegt, að alt gæti þó
haldist í þessu sama horfi um skeið, fyrst aðgerðir rík-
isins hafa komið þjóðinni yfir mestu torfærurnar. En til
langframa yrði það ekki. Og fyrir því miða nú fyrir-
ætlanir stjórnarinnar að því að gera þegar ráðstafanir til
þess, að ekki skelli á aftur í náinni framtíð það ástand,
að framleiðslan verði meiri en þjóðin getur neytt eða
greitt fyrir. Og í þessu sambandi er mikilvægasti lið-
urinn á stefnuskrá stjórnarinnar sá, sem veit að stórkost-
legum fyrirætlunum í byggingariðnaðinum. Ríkið sjálft
gerist þar kaupandi að því leyti, sem tekjur alþýðu ekki
hrökkva til, á þann hátt, að ríkið greiði hluta af húsa-
leigu. Er svo til stofnað, að hverri fjölskyldu í Svíþjóð
verði séð fyrir hæfilegu húsnæði og ríkið standist að
nokkru leyti kostnaðinn.
Prófessor Myrdal, einn þektasti hagfræðingur Norð-
IÐUNN XIX ]Q